Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Þriðjudagur, 18 júní 2024 10:49

N1 ehf. afgreiðsla eldneytis Grundartanga

Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi N1 ehf.  kt: 411003-3370 vegna eldneytisafgreiðslu á lóð járnblendiversmiðju Elkem á Grundartanga, Hvalfjarðarsveit. 

Umsókn barst 10. júní 2024 frá fyrirtækinu og sækir Viktor Örn Guðmundsson um leyfið fyrir hönd N1 ehf.    Núgildandi leyfi var gefið út 18. júlí 2012  og gildir til  18. júlí 2024.

Í umsókn er sótt um: " Sjálfsafgreiðsla á eldsneyti innan lokaðs svæðis hjá Elkem. 10.000 lítra tvöfaldur olíugeymir með litaðri olíu í steyptri þró. Niðurgrafin sand- og olíuskilja frá Borgarplasti tengd við niðurfall hjá dælu á áfyllingarplani".

 Gögn vegna umsóknar: umsókn N1 og tankurolíuskilja og yfirlitsmynd / teikning .

 Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi sem nær til afgreiðslu eldneytis. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.

 Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi : Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)

Starfsleyfisskilyrði fyrir eldsneytissöluna ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 16. júlí 2024.

Fimmtudagur, 18 apríl 2024 14:32

Hjólbarðaverkstæði Sólbakka 11 Borgarnesi.

Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir starfsemi hjólbarðaverkstæðis SHG13 ehf. á Sólbakka 11 í Borgarnesi. Kennitala rekstraraðila er 450697-3039. 

Umsækjandi fyrir hönd SHG13 er Steinþór Hans Grönfeldt. Heilbrigðisnefnd Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfsemi hjólbarðaverkstæða. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarnir nr. 7/1998.

Umsókn um nýtt  starfsleyfi barst þann 17. apríl 2024.  Í umsókn er sótt um " hjólbarðaverkstæði ". Samkvæmt upplýsingum frá umsækjanda verður um minni háttar starfsemi að ræða, sem fer fram um kvöld og helgar. 

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Starfsleyfið mun byggja á almennum skilyrðum fyrir mengandi starfsemi, þ.á.m reglugerð nr. 724/2008 um hávaða, sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar. Sjá hér: Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is) og Starfsleyfisskilyrði fyrir hjólbarðaverkstæði.pdf (ust.is)

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir  16. maí 2024. 

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands auglýsir leyfi fyrir móttöku landfylllingar-efnis við Grundarfjarðarhöfn. 

Umsókn um  starfsleyfi fyrir efnismóttöku vegna uppbyggingar landfyllingar við Grundarfjarðarhöfn barst 8. apríl 2024 ásamt greinargerð.  Umsækjandi fyrir hönd Grundarfjarðarhafnar, kt: 580169-2609 er Hafsteinn Garðarson, hafnarstjóri,

Í umsókn kemur fram: ¨að Grundarfjarðarhöfn sækir um starfsleyfi til 10 ára fyrir efnismóttöku innan hafnarsvæðis Grundarfjarðar. Efnismóttakan verður nýtt á meðan á framkvæmdum við uppbyggingu landfyllinga á hafnarsvæði stendur skv. aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar. Efnismóttakan verður í byrjun staðsett á eldri lanfyllilngu hafnarinnar en verður færð til út á landfyllinguna  eftir því sem hún  byggist upp. Stærð efnismóttöku verður u.þ.b 500 m2 að stærð og mun taka að hámakri við 1000 m3 af efni. Gert er ráð fyrir að haugurinn verði færanlegur og staðsetning hans færist út á landfyllinguna eftir því sem hún byggist upp. Sett verður girðing í kringum móttökusvæðið með læstu hliði, aðkomu verður stýrt af umsjónaraðila og ekki verður heimilt að losa óhreint og ónothæft efni. ". 

 Leyfi fyrir efnismóttökusvæði  er gefið út skv.  lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998 og ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, X-viðauki grein 2.6. 

Starfsleyfi mun byggja í grunnatriðum á starfsleyfisskilyrðum sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar  Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)  ásamt ákvæðum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands 

Athugasemdir skulu berast  á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 15. maí 2024.

Hér er  má finna gögn vegna umsóknarinnar.  umsókn efnismóttaka og greinargerð 

Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi  Orkunnar IS ehf  kt: 680319-0730  vegna eldneytisafgreiðslu að Brúartorgi 6 í Borgarnesi. Umsókn barst 26. mars 2024 frá fyrirtækinu og sækir Sæþór Hallgrímsson  um fyrir hönd Orkunnar.   Núverandi leyfi var gefið út 25. maí 2012  og gildir til  25. maí 2024.

Í umsókn er sótt um "Bensínstöð-sjálfsafgreiðsla".  Gögn vegna umsóknar umsókn og teikningar af búnaði Orkan Teikningar teikning 2

 Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi sem nær til afgreiðslu eldneytis. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.

 Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi : Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)

Starfsleyfisskilyrði fyrir eldsneytissöluna ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   fyrir 23. apríl 2024. 

 

Umsókn um tímabundið  starfsleyfi fyrir viðgerð á borholu fyrir heitt vatn, í Hvalfirði barst  Heilbrigðiseftirliti Vesturlands þann 22. mars 2024. Umsækjandi  er Jarðboranir hf. kt: 590286-1419. Þórir Sveinbjörnsson sækir um fyrir hönd fyrirtækisins. 

Í umsókn kemur fram: " Viðgerð á holu MS-04 í Hvalfjarðarsveit. Holan upphaflega boruð 1977. Gert er ráð fyrir að verkið taki um 30-40 daga. 

Leyfi fyrir jarðborunum og viðgerð á borholum  er gefið út skv.  lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998 og ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, X-viðauki grein 10.4. 

Starfsleyfi mun byggja í grunnatriðum á almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar:  Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is) 

 Hér má sjá umsókn um starfsfleyfi og kortmynd  af staðsetningu.  kort Jarðboranir 

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 22. apríl 2024.

Umsókn um  starfsleyfi fyrir  efnistökusvæði  vegna vegagerðar í landi Saura 9 í Helgafellssveit  barst þann 14. febrúar 2024.

Umsækjandi f.h  Vigraholts ehf., kennitala 480223-0470, er Ásgeir Ásgeirsson. 

Í umsókn kemur fram: " Efnistökusvæði vegna vegagerðar í og að landi Saura 9 - L235684".  Með umsókn  fylgdi útboðslýsing og verklýsing fyrir Vigraholt vegagerð dagsett í febrúar 2024. Efnistökusvæðið/ náma er merkt nr. 25 í Aðalskipulagi Helgafellssveitar. Minjastofnun Íslands hefur gert umsögn vegna málsins þar sem fram kemur að  hætta sé á röskun fornminja vegna vörðu og fer fram á að framkvæmdaaðili geri ákveðnar mótvægisaðgerðir til varðan verði ekki fyrir raski, m.a að hún verði merkt með áberandi hætti. 

Leyfi fyrir malarnámur er gefið út skv.  lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998 og ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, X-viðauki grein 2.6. 

Starfsleyfi mun byggja í grunnatriðum á starfsleyfisskilyrðum um efnistökusvæði sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar ásamt ákvæðum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands Starfsleyfisskilyrði fyrir efnistöku.pdf (ust.is)

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 12. apríl 2024. Hér  má finna gögn vegna umsóknarinnar Vigrholt verklýsing og Minjastofnun umsókn

Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi  Orkunnar IS ehf  kt: 680319-0730  vegna eldneytisafgreiðslu að Aðalgötu 26 í Stykkishólmi.. Umsókn barst þann 1. febrúar 2024 frá fyrirtækinu.   Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Sæþór Hallgrímsson.   Núverandi leyfi var gefið út 30. apríl 2012  og gildir til  30. apríl 2024. 

Í umsókn er sótt um "Bensínstöð-sjálfsafgreiðsla".  Gögn vegna umsóknar.: teikning af afgreiðslustöð og umsókn Orkan Is ehf

 Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi sem nær til afgreiðslu eldneytis. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.

Í gögnum með teikningu af mannvirkinu kemur fram að um einn birgðatank er að ræða. Tankurinn er úr stáli og þrískiptur. Hólf tanksins eru 15, 10 og 25 rúmmetrar. Utan um tankinn  er tvöfalt byrgði og virkar ytra byrgði sem lekavörn. Tankurinn er tengdur í olíuskilju.  

 

Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi : Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)

Starfsleyfisskilyrði fyrir eldsneytissöluna ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   fyrir 1. mars 2024. 

Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi Veitna ehf  vegna aðveitustöðvar (nr. 20 ) á Smiðjuvöllum 24 á Akranesi. 

Umsókn barst þann 24. nóvember  2023  frá Veitum ehf  kt: 501213-1870.  Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Jóhann Þorleiksson.   Núverandi leyfi var gefið út 10. maí 2012 og gildir til 10. maí 2024.

Í umsókn er sótt um : " Spennubreyting og dreifing rafmagns úr 66kV í 11kV spennu. Tveir aðveituspennar eru í stöðinni, 25MVA frá árnu 2005 með 8 tonn af olú og 16MVA spennir frá 1985 með 7.1 tonn af olíu. "  Olíugryfjur eru undir báðum spennum. 11kV rofar eru einangraðir með Vaccum einangrun þanig að ekki er neitt SF6 gas á rofum Veitna sem einangrunar miðill. 

 Umsókn um starfsleyfi: Umsókn Veitna og  upplýsingar í tölvupósti með umsókn greinargerð

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi vegna stórar spennistöðvar.  Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.

Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir - Stórar spennistöðvarStarfsleyfisskilyrði fyrir stórar spennistöðvar.pdf (ust.is)

Starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   fyrir 9. janúar 2024. 

Orka náttúrunnar  kt: 471119-0830, sækir um starfsleyfi  fyrir "verkefni  sem felst í að haugsetja setefni úr inntakslóni Andakílsárvirkjnar í landi Syðstu-Fossa".

Umsókn um starfsleyfi fyrir verkefninu ásamt fylgigögnum barst 13. júlí s.l. Umsækjandi fyrir hönd Orku náttúrunnar er Atli Björn Levy. Sjá hér: Umsókn ON

Í greinargerð kemur fram að framkvæmdirnar fela m.a í sér uppgröft og haugsetningu á seti sem sest hefur til í lóni Andakílsárvirkjunar. Framkvæmdin er tilkynningarskyld  þar sem áætlað er að fjarlægja á bilinu  70.000 (+/- 15000) m3, af seti á yfir um  2,5 hektara svæði í landi Syðstu-Fossa. Uppgröftur og haugsetning eru hluti af endurbóta-og viðhaldsframkvæmd við Andakílsárvirkjun sem ráðist verður í þegar öll tilskilin leyfi liggja fyrir.  Sjá greinargerð með umsókn hér: Greinargerð ON

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands óskaði eftir umsögn Umhverfisstofnunar vegna umsóknarinnar og gerir stofnunin ekki athugasemdir við framkvæmdina. Sjá hér: UST umsögn

Leyfi fyrir margvíslega vinnslu og meðferð jarðefna  er gefið út skv.  lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998 og ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, X-viðauki grein 2.7. 

Starfsleyfið mun byggja í grunnatriðum á starfsleyfisskilyrðum sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar ásamt ákvæðum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)  ásamt því að taka mið af ákveðnum starfsleyfisskilyrðum fyrir efnistöku og vinnslu jarðefna. 

 Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   fyrir 22. nóvember 2023.

Mánudagur, 23 október 2023 16:04

Reykjagarður hf Miðskógi, Dalabyggð

Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir starfsemi Reykjagarðs hf  í Miðskógi Dalabyggð. 

Umsókn barst þann 19. október 2023. Umsækjandi er Reykjagarður hf,  kennitala: 650903-2180. Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Magnús Huldar Ingþórsson. 

Samkvæmt upplýsingum á umsókn er sótt um kjúklingaeldi : " sótt er um starfsleyfi til reksturs á nýju kjúklingaeldishúsi með 15.000 stæðum að Miðskógi.. "  Umsókn Reykjagarðs

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands stefnir á að gefa út leyfi til 12 ára. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.

Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir alifugla- og svínabú : Starfsleyfisskilyrði fyrir alifugla- og svínabú - 

Tillögu að starfsleyfi ber að auglýsa í 4 vikur á heimasíðu Heilbrigðiseftirlitsins, skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. 

Um starfsemina gildir einnig reglugerð nr. 520/2015 um eldishús alifugla, loðdýra og svína. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   fyrir 20. nóvember 2023. 

Þriðjudagur, 11 júlí 2023 16:56

Starfsleyfi fyrir Hval hf gefið út.

Heilbrigðisnefnd Vesturlands hefur gefið út starfsleyfi vegna mengunarvarna  fyrir fyrirtækið Hval hf vegna starfsemi á Litla Sandi í Hvalfjarðarsveit eftir 184. fund nefndarinnar 11. júlí 2023.

Starfsleyfið byggir á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og reglugerð um losun frá atvinnurekstri og mengunareftirlit nr 550/2018. Leyfið var auglýst á vefsvæði Heilbrigðiseftirlits Vesturlands  frá 12. maí til 9.júní 2023. 

Hér má sjá bókun nefndarinnar í 2. tölulið  um starfsleyfi á dagskrá fundarins.:..  

 " 2. Starfsleyfi-  2.1 Hvalur hf. sækir um starfsleyfi fyrir vinnslu hvalaafurða Litla Sandi.

Drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi Hvals hf. á Litla-Sandi í Hvalfjarðarsveit vegna vatnsveitu og mengunarvarna var auglýst á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands föstudaginn 12. maí 2023. Alls bárust 35 athugasemdir við auglýsta tillögu að starfsleyfi Hvals hf. fyrir vinnslu hvalaafurða vegna mengunarvarna. Þar af bárust þrjár athugasemdir eftir að auglýstur frestur til athugasemda var liðinn undir lok. Þær athugasemdir hafa ekki efnislega þýðingu við mat á endurnýjun starfsleyfisins.

Orðalagsbreytingar voru gerðar á 1.1, 1.3.1, 1.1.3, 1.4, 3.2. og 4.1 í drögum að starfsleyfi.  Framkvæmdastjóra er falið að senda fyrirliggjandi svör til þeirra aðila sem gerðu athugasemdir við drög að endurnýjuðu starfsleyfi Hvals hf.

Tillaga að bókun: Starfsleyfi Hvals hf. á Litla Sandi er samþykkt með á orðnum breytingum til fjögurra ára. .. " 

Starfsleyfi Hvals 2023 

Hér má sjá svar Heilbrigðisnefndar Vesturlands við athugasemdum sem bárust. : Svar við athugasemdum

Fimmtudagur, 29 júní 2023 10:51

Starf til umsóknar- Heilbrigðisfulltrúi

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands auglýsir lausa til umsóknar stöðu heilbrigðisfulltrúa með starfssvæði á Vesturlandi og í Kjósarhreppi. Skrifstofa er í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit.

Heilbrigðisfulltrúar starfa í umboði heilbrigðisnefnda og hafa umsjón með starfsleyfum fyrirtækja og eftirlit með hollustuháttum, matvælum, umhverfisgæðum og mengandi starfsemi í samræmi við eftirlitsáætlun hverju sinni. 

Laun taka mið af kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.  Ráðið er í starfið frá 1. september 2023.

Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Narfason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands í síma 6206566, netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. 

Sjá nánar auglýsingu um starfið hér: 

Heilbrigðisfulltrúi - Vesturland | Heilbrigðiseftirlit Vesturlands (alfred.is)

Þriðjudagur, 27 júní 2023 09:02

Gyltubúið Hýrumel ehf. - Nýtt starfsleyfi

Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir starfsemi Gyltubúsins Hýrumel ehf. á svínabúi sem staðsett er á Hýrumel í Borgarbyggð. Fyrra leyfi var gefið út 29. júní 2011 og gilti til 29. júni 2023. Leyfið var yfirfært á nýjan rekstraraðila þann 17. maí 2022.

Tillaga að starfsleyfi: Starfsleyfi

Umsókn um endurnýjun starfsleyfis barst 26. júní 2023. Umsækjandi f.h. fyrirtækisins er Geir Gunnar Geirsson. 

Samkvæmt upplýsingum á umsókn er sótt um um leyfi fyrir: ,,Gyltubú með stæði fyrir 600 gyltur og 1.650 aligrísi yfir 30kg". Umsóknina má sjá hér: Umsókn

Núgildandi leyfi gildir frá 29. júní 2011 til 29. júní 2023. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands stefnir á að gefa út leyfi til 12 ára í samræmi við landnotkun á landbúnaðarsvæði í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.

Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.

Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir alifugla- og svínabú starfsleyfisskilyrði. Um starfsemina gildir einnig reglugerð nr. 520/2015 um eldishús alifugla, loðdýra og svína. 

 

Tillögu að starfsleyfi ber að auglýsa í 4 vikur á heimasíðu Heilbrigðiseftirlitsins, skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 26. júlí 2023.

Hér með er auglýst tillaga að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi Íslenskrar bláskeljar og sjávargróðurs ehf. í Stykksihólmi vegna mengunarvarna.

Tilkynning um breytingu á starfsleyfi barst þann 2. júní 2023. Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Símon Sturluson. Núgildandi leyfi gildir til 4. apríl 2024.

Hér má sjá umsóknina: Tilkynning um breytingu

Starfsleyfið er gefið út í samræmi við lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, IV viðauka. Starfsemin fellur jafnframt undir reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, viðauka X, lið 4.15.: Önnur sambærileg starfsemi með vinnslu og úrvinnslu á efnum úr jurta- og dýraríkinu, 5.5. vinnsla fisks og annarra sjávarafurða, önnur en í viðauka I.

Hér má sjá drög að starfsleyfi með starfsleyfisskilyrðum: tillaga

Í tillögu að endurnýjuðu starfsleyfi hefur takmörkun á vinnslumagni (liður 1.3.) verið tekinn út, þar sem Matvælastofnun gefur út leyfi fyrir framleiðslumagni og hefur eftirlit með starfseminni í samræmi við matvælalög. 

Tillögu að starfsleyfi fyrir starfseminni ber að auglýsa í 4 vikur á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 22. júlí 2023.

Hér með eru auglýst drög að starfsleyfi fyrir starfsemi Íslenska gámafélagsins ehf., kt. 470596-2289 á sorphirðu og rekstri gámastöðvar að Vesturbraut 22 í Búðardal. 

Umsókn um starfsleyfi barst 5. apríl 2023. Í umsókn er sótt um starfsleyfi fyrir sorphirðu og rekstri móttökustöðvar. Umsóknina má sjá hér.

Starfsleyfi fyrir rekstri móttökustöðvar fyrir úrgang og flutning á úrgangi er gefið út skv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Um starfsemina gilda m.a. almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi eins og við á: Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)

Jafnframt gilda samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir móttökustöðvar vegna ökutækja sem áformað er að farga. Skilyrðin má sjá í meðfylgjandi hlekk: Starfsleyfisskilyrði fyrir móttökustöðvar ökutækja.pdf 

Tillögu að starfsleyfi gámastöðvarinnar ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Hér má sjá tillögu að nýju starfsleyfi Íslenska gámafélagið Búðardal, tillaga í auglýsingu

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 19. júlí 2023.

Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi Olís ehf  vegna eldneytisafgreiðslu að Aðalgötu 25 í Stykkishólmi.. Umsókn barst þann 16. maí 2023  frá Olís ehf  kt: 500269-3249. Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Heiða Óladóttir.  Núverandi leyfi var gefið út 29. júlí 2011 og gildir til 29. júlí 2023.

Í umsókn er sótt um "sjálfafgreiðslustöð með eldsneyti".  Gögn vegna umsóknar.: Stykkishólmur Umsókn og Stykkishólmur greinargerð og afstöðumynd og olíuskilja

 Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi sem nær til afgreiðslu eldneytis. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.

Fram kemur í umsókn að þrír neðanjarðar tvöfaldir stálgeymar séu við stöðina (40 þúsund lítrar x2 og 10 þúsund litra) og eru smíðaðir árið 2013.  Allir tankar voru endurnýjaðir 2015 og settir niður tvöfaldir tankar frá CGH.    Hjá ÓB Stykkishólmi er selt dísel, lituð dísel og bensín.

Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi : Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)

Starfsleyfisskilyrði fyrir eldsneytissöluna ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   fyrir 14. júní 2023

Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi Olís ehf  vegna eldneytisafgreiðslu að Brúartorgi 8 í Borgarnesi. Umsókn barst þann 5. maí 2023  frá Olís ehf  kt: 500269-3249. Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Heiða Óladóttir.  Núverandi leyfi var gefið út 30. júní 2011 og gildir til 30. júní 2023.

Í umsókn er sótt um "þjónustustöð með eldsneyti, dagvöru og grilli".  Gögn vegna umsóknar.: Umsókn Borgarnes og Greinargerð og Olís Borgarnes afstöðumynd og Olís Borgarnes olíu og sandskilja 

 Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi sem nær til afgreiðslu eldneytis. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.

Fram kemur í umsókn að eldsneytisgeymar séu þrír neðanjarðartankar ( 25 þúsund x2 + 10.500 lítrar) og eru  frá árinu 1996 og tveir ofanjarðartankar (6000 + 4000 lítra) frá árinu 2018 og 2020.  Neðanjarðargeymarnir eru klæddir í dúk sem túlkast sem lekavörn.  Hjá Olís í Borgarnesi er selt dísel, lituð dísel, bensín og adblue. 

Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi : Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)

Starfsleyfisskilyrði fyrir eldsneytissöluna ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   fyrir 13. júní 2023

Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi Hvals hf. á Litla Sandi í Hvalfjarðarsveit vegna mengunarvarna.

Umsókn um endurnýjun barst þann 29. mars 2023. Umsækjandi er Hvalur hf.  kennitala: 650169-6549. Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Kristján Loftsson. Umsókn er unnin af verkfræðistofunni Eflu.

Samkvæmt upplýsingum á umsókn er sótt um "vinnslu á hvalaafurðum."

Núgildandi leyfi gilti  til 1. maí 2023. 

Starfsleyfið er gefið út í samræmi við lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, IV viðauka. Starfsemin fellur jafnframt undir reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, viðauka X, lið 4.12: Framleiðsla á mjöli og feiti úr sláturúrgangi, 4.13 Fitu- og lýsisvinnsla og 5.2 kjötvinnsla önnur en í viðauka I. Starfsleyfið mun gilda fyrir allt að 20 þúsund persónueiningum frá vinnsluhluta fráveitunnar. 

Hér má sjá drög að starfsleyfi með starfsleyfisskilyrðum. Hvalur hf Drög

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemi Hvals hef ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á neffangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 9. júní 2023.

Page 1 of 6