Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Föstudagur, 10 janúar 2025 10:18

Atlantsolía Aðalgata 35 Stykkishólmi - Auglýsing

 

Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi  Atlantsolíu ehf.,  kt: 590602-3610  vegna eldneytisafgreiðslu á Aðalgötu 35 í Stykkishólmi. Umsókn barst  Heilbrigðiseftirliti Vesturlands  8. janúar 2025 frá fyrirtækinu og sækir Guðrún Ragna Garðarsdóttir  um fyrir hönd Atlantsolíu ehf.    Fyrra  leyfi var gefið út 31. julí 2012  og gilti í 12 ár.

Í umsókn er sótt um "Sjálfsafgreiðsla á bensíni og díselolíu".  Gögn vegna umsóknar umsókn Atlantsolíu . Verkfræðistofan COWI vann greinargerð vegna starfseminnar sem fylgdi umsókn, dagsett í júní 2024. Í greinargerð kemur m.a fram .."  

Á stöðinni er einn niðurgrafinn olíugeymir úr stáli með tvöfaldri skel. Geymirinn er 100 m3 og skiptist í 3 rými, 50 m3 bensín, 30 m3 díselolía og 20 m3 lituð díselolía. Til tæringarvarnar er geymirinn húðaður með plastefni (Endoprane Polyurethane) með þurrfilmuþykkt >0,6 mm. Á geyminum er uppsett lekaviðvörunarkerfi sem vaktar yfirborð frostlagar í holrými milli skelja. Um er að ræða vistvænan frostlög (mono propylene glycol). Rafrænn skynjari gefur viðvörunarmerki í stjórntölvu ef yfirborð frostlagarins lækkar. Frostlögurinn minnkar einnig hættu á tæringu og frostskemmdum. Geymirinn eru útbúinn hæðaskynjara til vöktunar og viðvörunar komi til yfirfyllingar. Öll birgðarými geymis eru útbúin með hæðaskynjara til vöktunar komi til yfirfyllingar. Staðsetningu og frágang geymisins má sjá nánar á uppdráttum. Olíulagnir eru DN100, galvaniseraðar stállagnir. Áfyllingarbarki frá tankbíl tengist áfyllingarlögn með DN80-100 hraðtengi. Olíuskilja: Við stöðina er sambyggð olíu- og sandskilja sem tryggir að olía sem mögulega fer niður við áfyllingu á birgðageymi stöðvarinnar eða við áfyllingu viðskiptavinar á bifreið fari ekki í frárennsliskerfi. Í skiljunni er skynjari til að uppfylla gr. 20 í reglugerð 884/2017, um að olíuskiljur skuli útbúnar sjálfvirkum viðvörunarbúnaði.   Mánaðarlegt eftirlit .: Mánaðarlega er fylgst með því hvort vatn sé í birgðageymi og gerður samanburður á rafrænum nema og handmælingu. Niðurstöður eru skráðar í eftirlitsbók. Mánaðarlega er magn í birgðageymi mælt og gerður samanburður á rafrænum nema og handmælingu. Niðurstöður eru skráðar í eftirlitsbók. Mánaðarlega er fylgst með magni sora í sandskilju og olíumagni í olíuskilju. Niðurstöður eru skráðar í eftirlitsbók. Vöktunarbúnaður birgðageymis er prófaður mánaðarlega og niðurstöður skráðar í eftirlitsbók. Mánaðarlega er farið almennt yfir stöðina samkvæmt eyðublaði fyrir umhirðu utan húss og niðurstöður skráðar. .."

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi sem nær til afgreiðslu eldneytis. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.

Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi : Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)

Starfsleyfisskilyrði fyrir eldsneytissöluna ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   fyrir 6. febrúar 2025.

Read 71 times