Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Miðvikudagur, 20 mars 2019 13:43

Eftirlitsstarf 2019.

Heilbrigðiseftirlit Vesturlandssvæðis óskar eftir að ráða eftirlitsmann til tímabundinna eftirlitsstarfa frá miðjum apríl fram til áramóta 2019/2020. Möguleiki á framtíðarstarfi eftir þann tíma.

Stofnunin annast ýmsa málaflokka á sviði hollustuhátta, matvælaeftirlits, mengunarvarna og umhverfisvöktunar á Vesturlandi. Skrifstofan er til húsa að Innrimel 3 í Hvalfjarðarsveit.

Starfið felst í:

  • Fjölbreytilegum eftirlitsstörfum.
  • Eftirlitsferðum í ýmis konar atvinnufyrirtæki á mengunar-, hollustuhátta-, og matvælasviði.
  • Sýnatökum.
  • Skýrslugerðum.

Við eru að leita að:

  • Röggsömum, virkum og sjálfstæðum einstaklingi sem annað hvort hefur lokið eða er í háskólanámi.
  • Einstaklingi með reynslu af vinnumarkaði og þekkingu í raungreinum.
  • Einstaklingi með ökuréttindi.
  • Traustum og skipulögðum einstaklingi sem á auðvelt með mannleg samskipti og gott auga með skýrslugerð.

Við erum reyklaus vinnustaður.

Nánari upplýsingar veitir Helgi Helgason, framkvæmdastjóri í gegnum netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Umsóknarfrestur er til 28. mars 2019.

Þriðjudagur, 12 mars 2019 12:01

Ísfiskur ehf. hefur sótt um starfsleyfi til heilbrigðisnefndar Vesturlands fyrir vinnslu allt að 8000 tonnum af bolfiski í húsnæði sem HB Grandi starfaði í á fyrri árum við Bárugötu 8-10 á Akranesi.

Samkv.  ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 þarf að auglýsa tillögu að starfsleyfi fyrir starfsemina þannig að almenningi og stjórnvöldum gefist tími til að gera athugasemdir við hana.

Athugasemdir skulu berast rafrænt á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og undirritaðar fyrir 12. apríl n.k.

Mánudagur, 11 mars 2019 13:08
Fimmtudagur, 20 desember 2018 12:42
Mánudagur, 05 nóvember 2018 14:11

 

Fyrsti fundur nýrrar Heilbrigðisnefndar Vesturlands fyrir kjörtímabilið 2018 - 2022, var haldinn í Melahverfi mánudaginn 29. október s.l.

Í nýrri nefnd eru Ólafur Adolfsson Akranesi, formaður,  Auður Kjartansdóttir Snæfellsbæ, varaformaður, Brynja Þorbjörnsdóttir Hvalfjarðarsveit, Jakob Björgvin Jakobsson Stykkishólmi, Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Borgarbyggð, Ragnhildur Sigurðardóttir fulltrúi náttúruverndarnefnda á Vesturlandi og Trausti Gylfason fulltrúi samtaka atvinnulífsins.

Hér má lesa fundargerð frá fundinum 152. fundur

 

 

Page 1 of 2