Fyrsti fundur nýrrar Heilbrigðisnefndar Vesturlands fyrir kjörtímabilið 2018 - 2022, var haldinn í Melahverfi mánudaginn 29. október s.l.
Í nýrri nefnd eru Ólafur Adolfsson Akranesi, formaður, Auður Kjartansdóttir Snæfellsbæ, varaformaður, Brynja Þorbjörnsdóttir Hvalfjarðarsveit, Jakob Björgvin Jakobsson Stykkishólmi, Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Borgarbyggð, Ragnhildur Sigurðardóttir fulltrúi náttúruverndarnefnda á Vesturlandi og Trausti Gylfason fulltrúi samtaka atvinnulífsins.
Hér má lesa fundargerð frá fundinum 152. fundur
Á myndinni er fráfarandi Heilbrigðisnefnd Vesturlands 2014-2018. Frá vinstri: Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður Akranesi, Trausti Gylfason fulltrúi Samtaka Atvinnulífsins, Eyþór Garðarsson Grundarfirði, Ragnhildur Sigurðardóttir fulltrúi náttúrverndarnefnda, Hulda Hrönn Sigurðardóttir Borgarbyggð og Sigrún Guðmundsdóttir Snæfellsbæ. Á myndina vantar Brynju Þorbjörnsdóttur, Hvalfjarðarsveit.
Þann 10. september s.l var haldinn síðasti fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands fyrir kjörtímabilið 2014-2018. Fundurinn var haldinn í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar í Melahverfi og fundargerðina má lesa hér. 151. fundur
Að loknum fundi þakkaði Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður, nefndarmönnum og starfsmönnum HeV fyrir samstarfið.
Næsti fundur verður haldinn í október með nýrri heilbrigðisnefnd en sveitarfélögin á Vesturlandi kusu í nefndina á haustþingi SSV sem haldið var á Bifröst 21. september s.l.
Heilbrigðisnefnd Vesturlands hélt sinn 150. fund þann 9. júlí s.l í Kraumu við Deildartungu.
Hér er fundargerð fundarins. 150. fundur
Stefnt er að næsta fundi nefndarinnar mánudaginn 3. september og verður það síðasti fundur núverandi nefndarmanna. Ný heilbrigðisnefnd verður síðan kosin á haustþingi SSV sem fyrirhugað er 20.- 21. september n.k.
Mánudaginn 28. maí s.l var haldinn 149. fundur hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Fundurinn var haldinn í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar á Innrimel, Melahverfi.
Fundargerðina má sjá hér.
More...
Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands 2018 var haldinn á Hótel Hamri þann 19. mars s.l. Á fundinn voru mættir fulltrúar frá öllum sveitarfélögunum á Vesturlandi sem tóku þátt í hefðbundinni dagskrá aðalfundarins.
Hér er fundargerð aðalfundarins:
Heilbrigðisnefnd Vesturlands hélt símafund þann 19. mars s.l og má finna fundargerðina hér fyrir neðan.
Aðalefni fundarins var ársreikningur heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir árið 2017 og nokkrar tillögur sem lagðar voru fyrir aðalfund heilbrigðisnefndar sem haldinn var síðar um daginn á Hótel Hamri.
Mánudaginn 12. febrúar 2018 var haldinn fyrsti fundur á nýju ári hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands.
Þar sem færð á vegum á Vesturlandi var víða slæm og sömuleiðis allra veðra von var ákveðið að hafa símafund.
Hér er fundargerðin: Fundargerð 147. fundur
Næsti fundur hjá nefndinni er áætlaður þann 12. mars n.k og stefnt er að því að aðalfundur Heilbrigðsnefndar verði þann 19 .mars n.k í tengslum við aðalfund SSV. (Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi).
Mánudaginn 18. desember 2017 var haldinn símafundur hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands og var þetta síðasti fundur ársins hjá nefndinni.
Hér má sjá fundargerðina : Fundargerð 146. fundar .
Næsti fundur heilbrigðisnefndar og fyrsti fundur ársins 2018 er áætlaður 12. febrúar n.k.
Mánudaginn 30. október s.l var haldinn 145. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar í Melahverfi.
Á fundinum var m.a samþykkt drög að fjárhagsáætlun 2017, rætt um fráveitumál á Akranesi, nokkrar reglugerðarbreytingar kynntar og farið yfir (ó)leyfismál sveitamarkaða með matvæli svo eitthvað sé nefnt.
Hér er fundargerðin: 145. fundur
Heilbrigðisnefnd Vesturlands hélt fund þann 1. ágúst s.l í Gestastofu Umhverfisstofnunar á Malarrifi, Snæfellsbæ. Áður en formleg fundadagskrá hófst skoðuðu nefndarmenn aðstæður á Arnarstapa þar sem mikil uppbygging í ferðaþjónustu hefur átt sér stað.
Hér má sjá fundargerð fundarins.
Þann 22. maí s.l var haldinn fundur í Heilbrigðisnefnd Vesturlands í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar í Melahverfi. Hér má sjá fundargerðina Fundargerð 143
Næsti fundur nefndarinnar er áætlaður mánudaginn 31. júlí n.k.
Heilbrigðisnefnd Vesturlands hélt fund nr. 142 þann 27. mars 2017 á bæjarskrifstofu Akraneskaupsstaðar. Áður en að formleg dagskrá hófst var ný hreinistöð OR-Veitna á Ægisbraut skoðuð.
Hér er fundargerð fundarins. fundur 142