Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Þriðjudagur, 23 apríl 2019 11:04

Auglýsing um endurnýjað starfsleyfi.

Meðfylgjandi er tillaga að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi véla- og búvelaverkstæðis sem Hróar ehf. hefur rekið í atvinnuhúsnæði að Skipanesi í Hvalfjarðarsveit um árabil.

Starfsleyfi var fyrst gefið út fyrir starfsemina í janúar 2003 og við endurnýjun þess er skylt að auglýsa það í samræmi við reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.

Aðilar og stofnanir sem eiga hagsmuna að gæta fá 4 vikur til að gera skriflegar athugasemdir við fyrirliggjandi starfsleyfistillögu.

Athugasemdum skal skila til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands fyrir 24. maí 2019.

Þriðjudagur, 23 apríl 2019 08:21

Auglýsing um endurnýjað starfsleyfi.

Auglýst eru drög að endurnýjuðu starfsleyfi, í samræmi við reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, fyrir Into the glacier ehf. sem rekið hefur starfsemi á Langjökli og Geitlandi s.l. 4 ár í ferðaþjónustu.

Starfsemin gengur út á leiðsögn um íshelli í Langjökli. Ferðamenn eru fluttir á sérstökum trukkum frá þjónustumiðstöð sem félagið rekur í skála, Klaka,  á Geitlandi. Þar er móttaka ferðamanna og snyrtingar fyrir gesti.

Yfir vetrartímann eru gestir fluttir frá Húsafelli á áfangastað.

Meðfylgjandi eru drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir félagið sem er í samræmi við deiliskipulag frá 14. ágúst 2015 fyrir svæðið.

Þeir sem hagsmuna eiga að gæta geta komið með skriflegar athugasemdir til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 23. maí 2019.

 

Mánudagur, 11 mars 2019 13:08
Fimmtudagur, 20 desember 2018 12:42
Mánudagur, 05 nóvember 2018 14:11

 

Fyrsti fundur nýrrar Heilbrigðisnefndar Vesturlands fyrir kjörtímabilið 2018 - 2022, var haldinn í Melahverfi mánudaginn 29. október s.l.

Í nýrri nefnd eru Ólafur Adolfsson Akranesi, formaður,  Auður Kjartansdóttir Snæfellsbæ, varaformaður, Brynja Þorbjörnsdóttir Hvalfjarðarsveit, Jakob Björgvin Jakobsson Stykkishólmi, Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Borgarbyggð, Ragnhildur Sigurðardóttir fulltrúi náttúruverndarnefnda á Vesturlandi og Trausti Gylfason fulltrúi samtaka atvinnulífsins.

Hér má lesa fundargerð frá fundinum 152. fundur

 

 

Page 1 of 2