Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu og tímabundnu starfsleyfi fyrir starfsemi  N1 ehf. kt. 411003-3370,  vegna hjólbarðaverkstæðis á Dalbraut 14 á Akranesi.   Umsókn barst 27. ágúst 2024 frá fyrirtækinu og sækir Viktor Örn Guðmundsson um fyrir hönd fyrirtækisins.   

Núverandi leyfi er tímabundið og gefið út 1. nóvember 2021 og gildir í þrjú ár eða til 1.nóvember 2024. 

Í umsókn er sótt um " hjólbarðaverkstæði, öll almenn hjólbarðaþjónusta, viðgerðir og sala" og um að leyfi gildi út desember 2026.   Með umsókn fylgdi greinargerð þar sem fjallað er um framtíðarplön starfseminnar sem munu flytjast frá Dalbraut 14 og  á Elínarveg 3 á Akranesi. Fjallað er um mótvægisaðgerðir til að halda hávaðamengun í lágmarki  með ýmsu móti.

Gögn vegna umsóknar umsókn N1 ehf og greinargerð með umsókn greinargerð N1 ehf .

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi sem nær til mengandi starfsemi. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998. Starfsleyfisskilyrði munu byggja á  skilyrðum fyrir hjólbarðaverkstæði : Starfsleyfisskilyrði fyrir hjólbarðaverkstæði.pdf (ust.is) 

Rekstraraðila er skylt að gera allt sem í hans valdi stendur til að takmarka hávaða frá starfseminni eins og kostur er og koma í veg fyrir óþægindi af völdum hávaða frá starfseminni. Um hávaða fer að öðru leyti skv. reglugerð nr. 724/2008 um hávaða.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 28. október 2024. 

Fimmtudagur, 26 september 2024 11:58

Málmaendurvinnslan ehf. - Höfðasel 16, Akranesi.

Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir starfsemi  á vegum Málmaendurvinnslunnar ehf., kt: 6905190540  vegna umsóknar  um starfsleyfi fyrir söfnun og meðhöndlun brotamáls á Höfðaseli 16 á Akranesi.  Umsókn barst þann 18. september 2024 frá fyrirtækinu.  Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Högni Auðunsson. 

Í umsókn er sótt um:  "Söfnun og meðhöndlun brotamálms í porti á Höfðaseli 16, Akranesi. Tekið er á móti að hámarki 15 ónýtum bifreiðum á svæðið sem er síðan komið beint til förgunar hjá viðurkenndum ráðstöfunaraðilum. Ekki er tekið á móti spilliefnum. Útskipun á efni fer fram á Akraneshöfn með c.a 2-3 mánaða millibili." 

 Heimilt verður að geyma að hámarki 1500 tonn af brotamálmi á svæðinu. 

 Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi  fyrir starfsemina. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998 og ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi  starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi : Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)  og  Starfsleyfisskilyrði fyrir móttökustöðvar ökutækja.pdf

 Starfsleyfisskilyrði ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, sbr.  ákvæði 8.5 : Endurnýting úrgangs.

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 24. október 2024. 

Page 1 of 17