Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Föstudagur, 31 maí 2019 10:22

Fyrirtækið Glacier Fish ehf. hefur sótt um starfsleyfi til að reka fiskvinnslu (frystingu á makríl) í fiskvinnsluhúsi við Bankastræti 1 í Ólafsvík.

Samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mungunarvarnaeftirlit skal auglýsa starfsleyfistillögu á heimasíðu útgefanda fyrir fyrirtæki sem falla undir fyrrgreinda reglugerð.

Er hér með auglýst eftir skriflegum athugasemdum við starfsleyfistillöguna.

Gefinn er frestur til 28. júní n.k. til að senda inn athugasemdir inn á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

Mánudagur, 11 mars 2019 13:08
Fimmtudagur, 20 desember 2018 12:42
Mánudagur, 05 nóvember 2018 14:11

 

Fyrsti fundur nýrrar Heilbrigðisnefndar Vesturlands fyrir kjörtímabilið 2018 - 2022, var haldinn í Melahverfi mánudaginn 29. október s.l.

Í nýrri nefnd eru Ólafur Adolfsson Akranesi, formaður,  Auður Kjartansdóttir Snæfellsbæ, varaformaður, Brynja Þorbjörnsdóttir Hvalfjarðarsveit, Jakob Björgvin Jakobsson Stykkishólmi, Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Borgarbyggð, Ragnhildur Sigurðardóttir fulltrúi náttúruverndarnefnda á Vesturlandi og Trausti Gylfason fulltrúi samtaka atvinnulífsins.

Hér má lesa fundargerð frá fundinum 152. fundur

 

 

Þriðjudagur, 25 september 2018 13:51

 

Á myndinni er fráfarandi Heilbrigðisnefnd Vesturlands 2014-2018. Frá vinstri: Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður Akranesi, Trausti Gylfason fulltrúi Samtaka Atvinnulífsins,  Eyþór Garðarsson Grundarfirði, Ragnhildur Sigurðardóttir fulltrúi náttúrverndarnefnda, Hulda Hrönn Sigurðardóttir Borgarbyggð og Sigrún Guðmundsdóttir Snæfellsbæ.  Á myndina vantar Brynju Þorbjörnsdóttur, Hvalfjarðarsveit.

 

Þann 10. september s.l var haldinn síðasti fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands fyrir kjörtímabilið 2014-2018. Fundurinn var haldinn í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar í Melahverfi og fundargerðina má lesa hér.  151. fundur

Að loknum fundi þakkaði Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður, nefndarmönnum og starfsmönnum HeV fyrir samstarfið.

Næsti fundur verður haldinn í október með nýrri heilbrigðisnefnd en sveitarfélögin á Vesturlandi kusu í nefndina á haustþingi  SSV  sem haldið var á Bifröst 21. september s.l.

 

 

 

 

Page 1 of 2