Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið (UAR) hefur í dag veitt Grímstaðaketi Kjötvinnslu ehf kt. 56019-0310  tímabundna undanþágu  frá starfsleyfi fyrir sláturhús að Grímstöðum í Reykholtsdal.  Undanþágan gildir til 15. nóvember 2021.

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands auglýsti drög að starfsleyfi fyrir fráveitu og úrgang frá ör-sláturhúsi  þann 4. október á vefsvæði sínu þann 4. október s.l. Frestur til að gera athugasemdir er til 1. nóvember n.k.  Rekstraraðili sótti um undanþágu til UAR um að geta hafið starfsemina áður en auglýsingartími er liðinn. 

Hér má sjá undanþágu UAR vegna málsins Grímstaðaket Undanþága frá 20. október 2021.

Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir almenna bifreiðaþjónustu á Vesturbraut 12 D í Búðardal. Rekstraraðili er Katarínus Jón Jónsson,  kt 280688-2589.

Heilbrigðisnefnd Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfsemina. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarnir nr. 7/1998.

Umsókn um nýtt starfsleyfi barst þann 12. október 2021.   Í umsókn er sótt um " bifreiðaverkstæði" þar sem bæði er um almennar viðgerðir á bílum að ræða og  hjólbarðaverkstæði.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Starfsleyfið mun byggja á  skilyrðum fyrir mengandi starfsemi, þ.á.m reglugerð nr. 724/2008 um hávaða, sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar. Sjá hér: Starfsleyfisskilyrði fyrir bifreiðaverkstæði og skyldan rekstur.pdf (ust.is) og Starfsleyfisskilyrði fyrir hjólbarðaverkstæði.pdf (ust.is)

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 11. nóvember  2021.

Mánudagur, 04 október 2021 11:40

Grímsstaðir - Lítið sláturhús - fráveita

Hér með eru auglýst drög að starfsleyfi fyrir starfsemi lítils sláturhúss á Grímsstöðum Reykholtsdal.  Rekstraraðili er Grímsstaðaket kt. 560419-0310. 

Heilbrigðisnefnd Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfsemi  sláturhúss önnur en þau sem koma fram í viðauka I. í reglugerð 550/2018. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarnir nr. 7/1998.

Umsókn um  starfsleyfi barst þann 4. október 2021.  Í umsókn er sótt um " lítið sláturhús þar sem áætlað er að slátra um 60 gripum á viku".  Með umsókn fylgdi greinargerð vegna starfseminnar og teikning af húsnæðinu.  Í greinargerð kemur m.a fram að blóði frá slátrun sé safnað í lokuð ílát og fargað á urðnarstaðnum Fíflholti. Úrgangur og aukaafurðir er flokkuð í 3 flokka  og safnað í lekaheld kör sem dýraleifabíll frá sveitarfélaginu sækir og fer með í Fíflholt. Lagnir frá sláturhúsinu tengjast inn á lagnir nýrrar kjötvinnslu á staðnum sem síðan enda í rotþró á staðnum.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Starfsleyfið mun byggja á skilyrðum fyrir sláturhús og kjötvinnslu sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar. Sjá hér: Starfsleyfisskilyrði fyrir sláturhús og kjötvinnslu.pdf (ust.is)

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir  1. nóvember 2021. 

Page 10 of 17