Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Fimmtudagur, 16 desember 2021 11:15

Skagabón ehf - Bón og þvottastöð - Faxabraut 3 á Akranesi

Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir starfsemi bón- og bílaþvottastöðvar að Faxabraut 3 á Akranesi.

Rekstraraðili er Skagabón ehf., kt. 450122-1490. Heilbrigðisnefnd gefur út starfsleyfi fyrir starfseminni skv. ákvæðum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Umsókn um starfsleyfi barst Heilbrigðiseftirliti Vesturlands þann 14. desember 2021, ásamt nánari upplýsingum um reksturinn. Í upphaflegri umsókn var sótt um leyfi fyrir rekstri bón- og þvottastöðvar í húsnæði að Faxabraut 3 og var tillaga að starfsleyfi auglýst á heimasíðu HeV þann 16. desember og er gefinn frestur til 13. janúar 2022 til að gera athugasemdir.

Starfsleyfisskilyrði fyrir rekstrinum byggja m.a. á eftirfarandi sameiginlegum starfsleyfisskilyrðum fyrir bónstöðvar og bílaleigur sem finna má á vefsíðu Umhverfisstofnunar: Starfsleyfisskilyrði fyrir bónstöðvar og bílaleigur.pdf (ust.is).

Tillögu að starfsleyfi fyrir bón- og bílaþvottastöð ber að auglýsa í 4 vikur á vefsvæði Heilbrigðiseftirlitsins, skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 13. janúar 2022. 

Read 1048 times