Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

Hollustuhættir

 

Heilbrigðiseftirlitið hefur eftirlit með húsnæði, aðbúnaði og hollustuháttum í fyrirtækjum þar sem almenningur leitar þjónustu.
Þessir staðir eru jafnfram starfsleyfisskyldir hjá heilbrigðiseftirliti og gildir reglugerð um hollustuhætti 941/2002 um framkvæmd hollustuverndar og heilbrigðiseftirlits. Reglugerðin er byggð á ákvæðum laga nr 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þá gildir reglugerðin um rannsóknir, eftirlit með meindýravörnum, gæludýrahaldi og opnum svæðum.
Eftirlit með öryggisþáttum fellur undir hollustuhætti og er þá sérstaklega rætt um öryggismál sem snúa að börnum, s.s. öryggi leikvalla og leiktækja og íþrótta- og sundaðstaða.
Heilbrigðiseftirlitið annast eftirlit með tóbaksvörnum og gefur út leyfi til sölu tóbaks.

Heilbrigðiseftirlitið annast skipaskoðun í samræmi við ákvæði sóttvarnarlaga.

 

Tenglar: