Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Þriðjudagur, 05 apríl 2022 13:17

Aldan - Dósamóttaka, Sólbakka 4 í Borgarnesi

Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir Borgarbyggð til reksturs dósamóttöku, þ.e. móttaka á úrgangi til endurvinnslu, í afmörkuðum hluta húsnæðis að Sólbakka 4 í Borgarnesi. Sjá hér: Tillaga að starfsleyfi Öldunnar

Heilbrigðisnefnd Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfsemina. Leyfið er gefið út skv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengungarvarnir.

Umsókn um nýtt starfsleyfi barst þann 12. nóvember 2021. Í umsókn kemur m.a. fram að Aldan sé umboðsaðili fyrir Endurvinnsluna hf. og taki við skilagjaldskyldum drykkjarumbúðum sem hafa verið flokkaðar og taldar. 

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. 

Starfsleyfið mun m.a. byggja á almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi, sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar. Skjal á pdf formi má sjá hér: Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 4. maí 2022.

Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir bifreiðaverkstæði á Sólbakka 3 í Borgarnesi.  Rekstraraðili er  Hvannnes ehf,   kt 470600-2760. Forsvarsmaður fyrirtækis er Hans Gunnar Emilsson. 

Heilbrigðisnefnd Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfsemina. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarnir nr. 7/1998.

Umsókn um nýtt starfsleyfi barst þann 8. mars 2022. Í umsókn er sótt um " bifreiðaverkstæði, þjónusta og sala varahluta".  Hvannnes ehf hefur verið með rekstur bifreiðaverkstæðis á þessum stað í fjölda ára. Leyfi var gefið út  6. apríl 2010 sem rennur út þann 6. apríl 2022. 

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Starfsleyfið mun byggja meðal annars á  Almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi, sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar. Sjá hér: Starfsleyfisskilyrði fyrir bifreiðaverkstæði og skyldan rekstur.pdf (ust.is).

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 6. apríl 2022.

Heilbrigðisnefnd getur krafist þess að aðilar í atvinnurekstri sem getur valdið mengun í fráveitu komi fyrir viðunandi hreinsibúnaði á eigið fráveituvatn. Þetta getur átt við almenningsskólpveitur en þó einkum fráveituvatn sem er mengað af olíu eða eiturefnum eða mjög próteinríkt eða fituríkt fráveituvatn frá verksmiðjum eða hvers konar öðrum atvinnurekstri.

Miðvikudagur, 02 mars 2022 09:48

3. mars : Alþjóðlegur dagur heyrnar

Alþjóðlegur dagur heyrnar er 3. mars ár hvert og vill Heilbrigðiseftirlit Vesturlands að því tilefni  hvetja alla til að kynna sér fræðsluefni á vefsvæði Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands.

Á vefsvæðinu  segir meðal annars: 

" 3. mars ár hvert er alþjóðlegur DAGUR HEYRNAR. 
Í ár er áherslan á ungt fólk og fyrirbyggjandi aðgerðir til varnar heyrnarskerðingu.Sífellt fleiri verða fyrir heyrnarskerðingu vegna of mikils hávaða og þegar heyrn hefur tapast er ekki hægt að lækna það. Að hlusta á hávær hljóð skemmir taugar í eyrum og getur leitt til heyrnartaps eða stöðugs suðs í eyrum (tinnitus). Ekki eru allir sem vita að til eru ýmis úrræði og leiðir til að minnka líkur á heyrnartapi vegna hávaða, eins og t.d. að nota hlustunartappa á tónleikum, gæta að hljóðstyrk í heyrnartólum og hversu lengi er verið að hlusta. Hvetjum til öruggra hlustunarvenja og fræðum um heyrnarvarnir. " 

Sjá nánar á :  Heyrnar og talmeinastöð íslands (hti.is)

Page 7 of 18