Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Miðvikudagur, 18 maí 2022 14:43

Berg verktakar - Asbeströr hitaveitu. Borgarfjörður.

Hér með eru auglýst drög að tímabundnu starfsleyfi fyrir starfsemi Berg verktaka ehf við meðhöndlun á asbest hitaveiturörum, þ.e leyfi fyrir að fjarlægja rörin og koma þeim til förgunar á viðurkenndum urðunarstað. Umsækjandi er Berg verktakar kt: 560816-1460. Umsækjandi fyrir hönd Bergs verktaka er Guðmundur Sveinsson. Umsókn barst 17. maí 2022.

Um er að ræða hitaveiturör úr fyrrum lagnaæð Veitna ohf í Borgarfirði. Í umsókn segir " Veitur eru að endurnýja asbests-aðveitulögn hitaveitu (HAB) í áföngum. Á árunum  2022-2023 stendur til að endurnýja 0,7 km  í landi Varmalækjar og 3,4 km í landi Hamrar, Stóri Kroppur og Litli-Kroppur. Lögð verður ný foreinangruð stállögn og asbstlögnin fjarlægð. Berg verktakar vinnur verkið samkvæmt útboðsgögnum. ".  

HeV gefur út meðfylgjandi starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem meðhöndlunar á asbest skv reglugerð nr. 705/2009. Leyfið er gefið út skv.  og lögum um hollustuhætti og mengungarvarnir nr. 7/1998.

Starfsleyfisskilyrði fyrir atvinnurekstur sem meðhöndlar asbest  ber að auglýsa í minnst 4 vikur á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, www.hev.is, skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018  ( viðauki X, 9.11. ) um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.

Hér má sjá drög að starfsleyfi fyrir starfsemina Berg verktakar

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 15. júní 2022

Read 777 times