Hér með eru auglýst drög að starfsleyfi fyrir rekstri þvottahúss í hluta húsnæðis að Borgarbraut 4, Borgarnesi. Rekstraraðili er Kaffi ást ehf., kt. 490393-2939.
Umsókn fyrir rekstri þvottahússins barst Heilbrigðiseftirliti Vesturlands þann 16. júní sl. Húsnæðið er á svæði sem skilgreint er skv. Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 sem; verslun og þjónusta, íbúðarbyggð og svæði fyrir þjónustustofnanir.
Heilbrigðisnefnd Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfseminni sbr. ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengungarvarnir.
Útgefandi starfsleyfis skal auglýsa tillögu að starfsleyfi í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.
Starfsleyfið mun byggja meðal annars á Almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi. Sjá hér: Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi
Tillögu að starfsleyfi má sjá hér: Kaffi ást ehf. - Þvottahús Vesturlands
Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 21. júlí nk.