Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Hér með eru auglýst drög að starfsleyfi fyrir rekstri þvottahúss í hluta húsnæðis að Borgarbraut 4, Borgarnesi. Rekstraraðili er Kaffi ást ehf., kt. 490393-2939.
Umsókn fyrir rekstri þvottahússins barst Heilbrigðiseftirliti Vesturlands þann 16. júní sl. Húsnæðið er á svæði sem skilgreint er skv. Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 sem; verslun og þjónusta, íbúðarbyggð og svæði fyrir þjónustustofnanir.

Heilbrigðisnefnd Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfseminni sbr. ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengungarvarnir.

Útgefandi starfsleyfis skal auglýsa tillögu að starfsleyfi í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. 

Starfsleyfið mun byggja meðal annars á Almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi. Sjá hér: Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi

Tillögu að starfsleyfi má sjá hér: Kaffi ást ehf. - Þvottahús Vesturlands

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 21. júlí nk.

Umsókn um  starfsleyfi fyrir " framleiðslu á baujum úr náttúrulegum efnum " barst 2. júní 2022. Umsækjandi er Running Tide Iceland ehf, kt: 580522-0330. Staðsetning starfseminnar er á Klafastaðavegi 5-7-9 á Grundartanga. 

Í umsókn kemur fram: : " Framleiðslan nýtir viðarkurl, vatn, psyllium trefjar, til að búa baujur. Um er að ræða magnframleiðslu, og nýtum við til þess jarðvinnutæki (hjólagröfur, vörubíla, stóra kurlara, færibönd, jarðýtur og lyftara). Við tökum á móti kurlinu frá Grundartangahöfn, flytjum á lóðina, kurlum meira til að ná réttri stærð, blöndum saman í stórum blöndunartækjum (cement-mixer), og mótum úr því baujur. sumar baujurnar verða húðaðar með steinefnablöndu úr kalksteini og sementi. Á svæðinu verða hráefnin geymd, annað hvort í gámum eða í hagum utandyra, undir seglum. Starfsemin fer fram utandyra. " 

Leyfi fyrir mengandi starfsemi er gefið út skv.  lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998 og ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, X-viðauki grein 4.15.

Starfsleyfi mun byggja í grunnatriðum á starfsleyfisskilyrðum sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar ásamt ákvæðum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is

Athugasemdir skulu berast á  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 30. júní 2022.

 

Page 6 of 18