Heilbrigðiseftirlit Vesturlands auglýsir hér með meðfylgjandi starfsleyfiskilyrði vegna fyrirhugaðrar þrettándabrennu og flugeldasýningar á Akranesi. Umsækjandi er Björgunarfélag Akraness kt: 470100-3030 og ábyrgðarmaður er Ásgeir Kristinsson.
Umsókn um starfsleyfi barst þann 29 .nóvember 2022.
Í umsókn kemur fram að brennan verði eins og verið hefur við íþróttavöllinn á Jaðarsbökkum. Gert er ráð fyrir að kveikt verði í brennunni kl: 18:00 þann 6. janúar 2023. Brennuefni er timburbretti. Fyrirhuguð stærð brennu er 10 rúmmetrar og brennutími er tvær klukkustundir.
Flugeldasýningin er einnig staðsett við íþróttavöllinn á Akranesi 6. janúar 2023 kl:19 til 19:30.
Starfsleyfisskilyrði ber að auglýsa í 4 vikur og hægt er að senda inn athugasemdir til 27. desember n.k á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Hér er má lesa starfsleyfisskilyrði fyrir brennu Starfsleyfisskilyrði fyrir brennur.pdf (ust.is) og hér eru starfsleyfisskilyrði fyrir flugeldasýningar Skilyrði fyrir flugeldasýningar.pdf (ust.is)