Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Föstudagur, 06 janúar 2023 16:31

Skólphreinistöð í Brákarey Borgarnesi - Auglýsing um starfsleyfi

Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir hreinistöð fráveitu í Brákarey í Borgarnesi. Rekstraraðili er Orkuveita Reykjavíkur - Vatns- og fráveita sf., kt. 591213-0160. Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er  Margrét María Leifsdóttir.

Heilbrigðisnefnd Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfsemina. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarnir nr. 7/1998.

Umsókn um endurnýjað starfsleyfi barst 30. september s.l.  Í umsókn er sótt um "skólphreinsistöð - Hreinsistöð Brákarey".

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

 Hér má sjá drög að starfsleyfi sem Heilbrigðiseftirlit Vesturlands mun gefa út. : Brákarey hreinsistöð

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 3. febrúar 2023.

Heilbrigðisnefnd getur krafist þess að aðilar í atvinnurekstri sem getur valdið mengun í fráveitu komi fyrir viðunandi hreinsibúnaði á eigið fráveituvatn. Þetta getur átt við almenningsskólpveitur en þó einkum fráveituvatn sem er mengað af olíu eða eiturefnum eða mjög próteinríkt eða fituríkt fráveituvatn frá verksmiðjum eða hvers konar öðrum atvinnurekstri.

Read 460 times