Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Umsókn um  starfsleyfi fyrir  efnistökusvæði  vegna vegagerðar í landi Saura 9 í Helgafellssveit  barst þann 14. febrúar 2024.

Umsækjandi f.h  Vigraholts ehf., kennitala 480223-0470, er Ásgeir Ásgeirsson. 

Í umsókn kemur fram: " Efnistökusvæði vegna vegagerðar í og að landi Saura 9 - L235684".  Með umsókn  fylgdi útboðslýsing og verklýsing fyrir Vigraholt vegagerð dagsett í febrúar 2024. Efnistökusvæðið/ náma er merkt nr. 25 í Aðalskipulagi Helgafellssveitar. Minjastofnun Íslands hefur gert umsögn vegna málsins þar sem fram kemur að  hætta sé á röskun fornminja vegna vörðu og fer fram á að framkvæmdaaðili geri ákveðnar mótvægisaðgerðir til varðan verði ekki fyrir raski, m.a að hún verði merkt með áberandi hætti. 

Leyfi fyrir malarnámur er gefið út skv.  lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998 og ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, X-viðauki grein 2.6. 

Starfsleyfi mun byggja í grunnatriðum á starfsleyfisskilyrðum um efnistökusvæði sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar ásamt ákvæðum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands Starfsleyfisskilyrði fyrir efnistöku.pdf (ust.is)

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 12. apríl 2024. Hér  má finna gögn vegna umsóknarinnar Vigrholt verklýsing og Minjastofnun umsókn

Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi  Orkunnar IS ehf  kt: 680319-0730  vegna eldneytisafgreiðslu að Aðalgötu 26 í Stykkishólmi.. Umsókn barst þann 1. febrúar 2024 frá fyrirtækinu.   Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Sæþór Hallgrímsson.   Núverandi leyfi var gefið út 30. apríl 2012  og gildir til  30. apríl 2024. 

Í umsókn er sótt um "Bensínstöð-sjálfsafgreiðsla".  Gögn vegna umsóknar.: teikning af afgreiðslustöð og umsókn Orkan Is ehf

 Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi sem nær til afgreiðslu eldneytis. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.

Í gögnum með teikningu af mannvirkinu kemur fram að um einn birgðatank er að ræða. Tankurinn er úr stáli og þrískiptur. Hólf tanksins eru 15, 10 og 25 rúmmetrar. Utan um tankinn  er tvöfalt byrgði og virkar ytra byrgði sem lekavörn. Tankurinn er tengdur í olíuskilju.  

 

Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi : Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)

Starfsleyfisskilyrði fyrir eldsneytissöluna ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   fyrir 1. mars 2024. 

Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi Veitna ehf  vegna aðveitustöðvar (nr. 20 ) á Smiðjuvöllum 24 á Akranesi. 

Umsókn barst þann 24. nóvember  2023  frá Veitum ehf  kt: 501213-1870.  Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Jóhann Þorleiksson.   Núverandi leyfi var gefið út 10. maí 2012 og gildir til 10. maí 2024.

Í umsókn er sótt um : " Spennubreyting og dreifing rafmagns úr 66kV í 11kV spennu. Tveir aðveituspennar eru í stöðinni, 25MVA frá árnu 2005 með 8 tonn af olú og 16MVA spennir frá 1985 með 7.1 tonn af olíu. "  Olíugryfjur eru undir báðum spennum. 11kV rofar eru einangraðir með Vaccum einangrun þanig að ekki er neitt SF6 gas á rofum Veitna sem einangrunar miðill. 

 Umsókn um starfsleyfi: Umsókn Veitna og  upplýsingar í tölvupósti með umsókn greinargerð

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi vegna stórar spennistöðvar.  Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.

Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir - Stórar spennistöðvarStarfsleyfisskilyrði fyrir stórar spennistöðvar.pdf (ust.is)

Starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   fyrir 9. janúar 2024. 

Page 2 of 17