Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Þriðjudagur, 03 september 2024 12:12

Veitur ohf - Sólbakka 10 Borgarnesi. Endurvinnsla asbeströra.

Umsókn um endurnýjað starfsleyfi fyrir " Endurvinnslu asbeströra og múffa til viðgerðar" að Sólbakka 10 í Borgarnesi er hér með auglýst.  Umsækjandi er Veitur ohf kennitala: 501213-1870 og sækir Gissur Þór Ágústsson um endurnýjun leyfis  fyrir hönd fyrirtækisins. 

 Í umsókn er sótt um : " endurunnin asbeströr og múffur til viðgerðar og viðhalds í Deildartunguæð er liggur frá Deildartunguhver til Akraness."   

Í fylgiskjölum með umsókn er staðfesting Vinnueftirlits frá 17. janúar s.l.  á að 15 starfsmenn Veitna hafi sótt sérstakt asbestsnámskeið hjá Vinnueftirliti og hafa því leyfi til að vinna með asbest. 

 Leyfi fyrir atvinnustarfsemi  sem meðhöndlar asbest, er gefið út skv.  lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998 og ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, X-viðauki grein 9.11.  (Atvinnurekstur sem meðhöndlar asbest)

Starfsleyfi mun byggja í grunnatriðum á almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar:  Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is) 

Hér má sjá umsókn um endurnýjað starfsleyfi:   umsókn Veitna.  Núgildandi leyfi var gefið út í október 2012 og rennur út 22. október 2024.  Starfsemin hófst árið 1981.

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 1. október  2024.

Read 179 times