Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir starfsemi á vegum Bifreiðarstöðvar ÞÞÞ ehf, kt: 4807942069 vegna umsóknar um starfsleyfi fyrir flutning á spilliefnum. Umsókn barst þann 19. september 2024 frá fyrirtækinu. Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Hafdís Guðlaugsdóttir.
Í umsókn er sótt um: "Flutningur á spillefnum". Gögn vegna umsóknar.: Umsókn ÞÞÞ
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfsemina. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998 og ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi : Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is) og sérhæfðum skilyrðum vegna mengunaráhættu starfseminnar Flutningur spilliefna
Athygli er vakin á ákvæðum 4.1 og 4.2. " Við flutning úrgangs og spilliefna skal fara að ákvæðum reglugerðar nr. 671/2008 um hleðslu, frágang og merkingu farms. Við flutning á spilliefnum, sem flokkast sem hættulegur farmur samkvæmt reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi m.s.br., gilda ákvæði þeirrar reglugerðar eftir því sem við á, m.a. um réttindi ökumanns, viðurkenndar umbúðir, merkingar á umbúðum og ökutæki, fylgibúnað og fylgigögn, þ.m.t. farmbréf fyrir hættulegan farm og flutningsslysablað."
Starfsleyfisskilyrði ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, sbr. ákvæði 8.3 : Gámaflutningaaðilar og aðilar sem flytja spilliefni.
Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 18. október 2024.