Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir starfsemi á vegum Málmaendurvinnslunnar ehf., kt: 6905190540 vegna umsóknar um starfsleyfi fyrir söfnun og meðhöndlun brotamáls á Höfðaseli 16 á Akranesi. Umsókn barst þann 18. september 2024 frá fyrirtækinu. Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Högni Auðunsson.
Í umsókn er sótt um: "Söfnun og meðhöndlun brotamálms í porti á Höfðaseli 16, Akranesi. Tekið er á móti að hámarki 15 ónýtum bifreiðum á svæðið sem er síðan komið beint til förgunar hjá viðurkenndum ráðstöfunaraðilum. Ekki er tekið á móti spilliefnum. Útskipun á efni fer fram á Akraneshöfn með c.a 2-3 mánaða millibili."
Heimilt verður að geyma að hámarki 1500 tonn af brotamálmi á svæðinu.
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfsemina. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998 og ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi : Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is) og Starfsleyfisskilyrði fyrir móttökustöðvar ökutækja.pdf
Starfsleyfisskilyrði ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, sbr. ákvæði 8.5 : Endurnýting úrgangs.
Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 24. október 2024.