Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Föstudagur, 15 mars 2024 11:39

Vigraholt ehf Efnistökusvæði Saurar Helgafellssveit

Umsókn um  starfsleyfi fyrir  efnistökusvæði  vegna vegagerðar í landi Saura 9 í Helgafellssveit  barst þann 14. febrúar 2024.

Umsækjandi f.h  Vigraholts ehf., kennitala 480223-0470, er Ásgeir Ásgeirsson. 

Í umsókn kemur fram: " Efnistökusvæði vegna vegagerðar í og að landi Saura 9 - L235684".  Með umsókn  fylgdi útboðslýsing og verklýsing fyrir Vigraholt vegagerð dagsett í febrúar 2024. Efnistökusvæðið/ náma er merkt nr. 25 í Aðalskipulagi Helgafellssveitar. Minjastofnun Íslands hefur gert umsögn vegna málsins þar sem fram kemur að  hætta sé á röskun fornminja vegna vörðu og fer fram á að framkvæmdaaðili geri ákveðnar mótvægisaðgerðir til varðan verði ekki fyrir raski, m.a að hún verði merkt með áberandi hætti. 

Leyfi fyrir malarnámur er gefið út skv.  lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998 og ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, X-viðauki grein 2.6. 

Starfsleyfi mun byggja í grunnatriðum á starfsleyfisskilyrðum um efnistökusvæði sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar ásamt ákvæðum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands Starfsleyfisskilyrði fyrir efnistöku.pdf (ust.is)

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 12. apríl 2024. Hér  má finna gögn vegna umsóknarinnar Vigrholt verklýsing og Minjastofnun umsókn

Read 1134 times