Umsókn um tímabundið starfsleyfi fyrir viðgerð á borholu fyrir heitt vatn, í Hvalfirði barst Heilbrigðiseftirliti Vesturlands þann 22. mars 2024. Umsækjandi er Jarðboranir hf. kt: 590286-1419. Þórir Sveinbjörnsson sækir um fyrir hönd fyrirtækisins.
Í umsókn kemur fram: " Viðgerð á holu MS-04 í Hvalfjarðarsveit. Holan upphaflega boruð 1977. Gert er ráð fyrir að verkið taki um 30-40 daga.
Leyfi fyrir jarðborunum og viðgerð á borholum er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998 og ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, X-viðauki grein 10.4.
Starfsleyfi mun byggja í grunnatriðum á almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar: Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)
Hér má sjá umsókn um starfsfleyfi og kortmynd af staðsetningu. kort Jarðboranir
Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 22. apríl 2024.