Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Föstudagur, 02 febrúar 2024 13:35

Orkan IS ehf - Aðalgötu 26 Stykkishólmi - Auglýsing

Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi  Orkunnar IS ehf  kt: 680319-0730  vegna eldneytisafgreiðslu að Aðalgötu 26 í Stykkishólmi.. Umsókn barst þann 1. febrúar 2024 frá fyrirtækinu.   Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Sæþór Hallgrímsson.   Núverandi leyfi var gefið út 30. apríl 2012  og gildir til  30. apríl 2024. 

Í umsókn er sótt um "Bensínstöð-sjálfsafgreiðsla".  Gögn vegna umsóknar.: teikning af afgreiðslustöð og umsókn Orkan Is ehf

 Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi sem nær til afgreiðslu eldneytis. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.

Í gögnum með teikningu af mannvirkinu kemur fram að um einn birgðatank er að ræða. Tankurinn er úr stáli og þrískiptur. Hólf tanksins eru 15, 10 og 25 rúmmetrar. Utan um tankinn  er tvöfalt byrgði og virkar ytra byrgði sem lekavörn. Tankurinn er tengdur í olíuskilju.  

 

Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi : Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)

Starfsleyfisskilyrði fyrir eldsneytissöluna ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   fyrir 1. mars 2024. 

Read 1689 times