Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Þriðjudagur, 11 júlí 2023 16:56

Starfsleyfi fyrir Hval hf gefið út.

Heilbrigðisnefnd Vesturlands hefur gefið út starfsleyfi vegna mengunarvarna  fyrir fyrirtækið Hval hf vegna starfsemi á Litla Sandi í Hvalfjarðarsveit eftir 184. fund nefndarinnar 11. júlí 2023.

Starfsleyfið byggir á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og reglugerð um losun frá atvinnurekstri og mengunareftirlit nr 550/2018. Leyfið var auglýst á vefsvæði Heilbrigðiseftirlits Vesturlands  frá 12. maí til 9.júní 2023. 

Hér má sjá bókun nefndarinnar í 2. tölulið  um starfsleyfi á dagskrá fundarins.:..  

 " 2. Starfsleyfi-  2.1 Hvalur hf. sækir um starfsleyfi fyrir vinnslu hvalaafurða Litla Sandi.

Drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi Hvals hf. á Litla-Sandi í Hvalfjarðarsveit vegna vatnsveitu og mengunarvarna var auglýst á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands föstudaginn 12. maí 2023. Alls bárust 35 athugasemdir við auglýsta tillögu að starfsleyfi Hvals hf. fyrir vinnslu hvalaafurða vegna mengunarvarna. Þar af bárust þrjár athugasemdir eftir að auglýstur frestur til athugasemda var liðinn undir lok. Þær athugasemdir hafa ekki efnislega þýðingu við mat á endurnýjun starfsleyfisins.

Orðalagsbreytingar voru gerðar á 1.1, 1.3.1, 1.1.3, 1.4, 3.2. og 4.1 í drögum að starfsleyfi.  Framkvæmdastjóra er falið að senda fyrirliggjandi svör til þeirra aðila sem gerðu athugasemdir við drög að endurnýjuðu starfsleyfi Hvals hf.

Tillaga að bókun: Starfsleyfi Hvals hf. á Litla Sandi er samþykkt með á orðnum breytingum til fjögurra ára. .. " 

Starfsleyfi Hvals 2023 

Hér má sjá svar Heilbrigðisnefndar Vesturlands við athugasemdum sem bárust. : Svar við athugasemdum

Fimmtudagur, 29 júní 2023 10:51

Starf til umsóknar- Heilbrigðisfulltrúi

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands auglýsir lausa til umsóknar stöðu heilbrigðisfulltrúa með starfssvæði á Vesturlandi og í Kjósarhreppi. Skrifstofa er í Melahverfi í Hvalfjarðarsveit.

Heilbrigðisfulltrúar starfa í umboði heilbrigðisnefnda og hafa umsjón með starfsleyfum fyrirtækja og eftirlit með hollustuháttum, matvælum, umhverfisgæðum og mengandi starfsemi í samræmi við eftirlitsáætlun hverju sinni. 

Laun taka mið af kjarasamningi sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.  Ráðið er í starfið frá 1. september 2023.

Nánari upplýsingar veitir Þorsteinn Narfason, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Vesturlands í síma 6206566, netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. 

Sjá nánar auglýsingu um starfið hér: 

Heilbrigðisfulltrúi - Vesturland | Heilbrigðiseftirlit Vesturlands (alfred.is)

Þriðjudagur, 27 júní 2023 09:02

Gyltubúið Hýrumel ehf. - Nýtt starfsleyfi

Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir starfsemi Gyltubúsins Hýrumel ehf. á svínabúi sem staðsett er á Hýrumel í Borgarbyggð. Fyrra leyfi var gefið út 29. júní 2011 og gilti til 29. júni 2023. Leyfið var yfirfært á nýjan rekstraraðila þann 17. maí 2022.

Tillaga að starfsleyfi: Starfsleyfi

Umsókn um endurnýjun starfsleyfis barst 26. júní 2023. Umsækjandi f.h. fyrirtækisins er Geir Gunnar Geirsson. 

Samkvæmt upplýsingum á umsókn er sótt um um leyfi fyrir: ,,Gyltubú með stæði fyrir 600 gyltur og 1.650 aligrísi yfir 30kg". Umsóknina má sjá hér: Umsókn

Núgildandi leyfi gildir frá 29. júní 2011 til 29. júní 2023. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands stefnir á að gefa út leyfi til 12 ára í samræmi við landnotkun á landbúnaðarsvæði í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.

Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.

Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir alifugla- og svínabú starfsleyfisskilyrði. Um starfsemina gildir einnig reglugerð nr. 520/2015 um eldishús alifugla, loðdýra og svína. 

 

Tillögu að starfsleyfi ber að auglýsa í 4 vikur á heimasíðu Heilbrigðiseftirlitsins, skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 26. júlí 2023.

Page 3 of 18