Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi Olís ehf  vegna eldneytisafgreiðslu að Brúartorgi 8 í Borgarnesi. Umsókn barst þann 5. maí 2023  frá Olís ehf  kt: 500269-3249. Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Heiða Óladóttir.  Núverandi leyfi var gefið út 30. júní 2011 og gildir til 30. júní 2023.

Í umsókn er sótt um "þjónustustöð með eldsneyti, dagvöru og grilli".  Gögn vegna umsóknar.: Umsókn Borgarnes og Greinargerð og Olís Borgarnes afstöðumynd og Olís Borgarnes olíu og sandskilja 

 Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi sem nær til afgreiðslu eldneytis. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.

Fram kemur í umsókn að eldsneytisgeymar séu þrír neðanjarðartankar ( 25 þúsund x2 + 10.500 lítrar) og eru  frá árinu 1996 og tveir ofanjarðartankar (6000 + 4000 lítra) frá árinu 2018 og 2020.  Neðanjarðargeymarnir eru klæddir í dúk sem túlkast sem lekavörn.  Hjá Olís í Borgarnesi er selt dísel, lituð dísel, bensín og adblue. 

Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi : Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)

Starfsleyfisskilyrði fyrir eldsneytissöluna ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   fyrir 13. júní 2023

Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi Hvals hf. á Litla Sandi í Hvalfjarðarsveit vegna mengunarvarna.

Umsókn um endurnýjun barst þann 29. mars 2023. Umsækjandi er Hvalur hf.  kennitala: 650169-6549. Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Kristján Loftsson. Umsókn er unnin af verkfræðistofunni Eflu.

Samkvæmt upplýsingum á umsókn er sótt um "vinnslu á hvalaafurðum."

Núgildandi leyfi gilti  til 1. maí 2023. 

Starfsleyfið er gefið út í samræmi við lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, IV viðauka. Starfsemin fellur jafnframt undir reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, viðauka X, lið 4.12: Framleiðsla á mjöli og feiti úr sláturúrgangi, 4.13 Fitu- og lýsisvinnsla og 5.2 kjötvinnsla önnur en í viðauka I. Starfsleyfið mun gilda fyrir allt að 20 þúsund persónueiningum frá vinnsluhluta fráveitunnar. 

Hér má sjá drög að starfsleyfi með starfsleyfisskilyrðum. Hvalur hf Drög

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemi Hvals hef ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á neffangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 9. júní 2023.

Hér með er auglýst tillaga að starfsleyfi fyrir rekstri  Motorcrossklúbbs Snæfellsbæjar (MXS) á aksturssvæði  fyrir vélknúin ökutæki  sem staðsett er á Breiðinni, utan Ennis,  Snæfellsbæ.

Umsækjandi fyrir hönd Mótorkrossklúbbs Snæfellsbæjar kt: 460401-2910, er Janus Jónsson. 

Umsókn um endurnýjað starfsleyfi barst Heilbrigðiseftirliti Vesturlands þann 3. febrúar 2023. Núgildandi leyfi  gildir frá 24. maí 2019 til 24. maí 2023. 

Starfsemin er í samræmi við Aðalskipulag Snæfellsbæjar 2015-2031, - merkt íþróttasvæði ÍÞ4 á uppdrætti og er 10.7 hektarar að stærð. 

Starfsleyfi fyrir rekstri akstursvæða  er gefið út skv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Tillögu að starfsleyfi fyrir aksturssvæði  ber að auglýsa í 4 vikur á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 8. júní nk.

Hér má sjá tillögu að endurnýjuðu starfsleyfi með starfsleyfisskilyrðum, Starfsleyfisskilyrði Mótorkrossbraut drög

Hér má sjá umsóknina: Mótorkross umsókn og umgengisreglur klúbbsins: umgengisreglur MXS

Umsókn um  starfsleyfi fyrir malarnámu að Stóru-Fellsöxl Hvalfjarðarsveit barst þann 4. apríl 2023 ásamt fylgigögnum. Umsækjandi  fyrir hönd  Þróttar ehf; kt: 420369-3879, er  Fannar Freyr Helgason. 

Í umsókn kemur fram: " Malarnám í Stóru-Fellsöxl í Hvalfjarðarsveit. Áætlað er að vinna efni á bilinu 10.000 - 50.000 m3 á ári". Með umsókn fylgdi greinargerð og kort af núverandi efnistökusvæði og framtíðarsvæði. 

 Leyfi fyrir malarnámur er gefið út skv.  lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998 og ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, X-viðauki grein 2.6. 

Starfsleyfi mun byggja í grunnatriðum á starfsleyfisskilyrðum sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar ásamt ákvæðum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands  Starfsleyfisskilyrði fyrir stórar námur  

 

Athugasemdir skulu berast á  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 10. maí 2023.

Hér er  má finna gögn vegna umsóknarinnar.  Stóra-Fellsöxl umsókn og greinargerð 

Page 3 of 17