Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Miðvikudagur, 17 apríl 2024 12:26

Grundarfjarðarhöfn - Efnismóttaka vegna landfyllingar.

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands auglýsir leyfi fyrir móttöku landfylllingar-efnis við Grundarfjarðarhöfn. 

Umsókn um  starfsleyfi fyrir efnismóttöku vegna uppbyggingar landfyllingar við Grundarfjarðarhöfn barst 8. apríl 2024 ásamt greinargerð.  Umsækjandi fyrir hönd Grundarfjarðarhafnar, kt: 580169-2609 er Hafsteinn Garðarson, hafnarstjóri,

Í umsókn kemur fram: ¨að Grundarfjarðarhöfn sækir um starfsleyfi til 10 ára fyrir efnismóttöku innan hafnarsvæðis Grundarfjarðar. Efnismóttakan verður nýtt á meðan á framkvæmdum við uppbyggingu landfyllinga á hafnarsvæði stendur skv. aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar. Efnismóttakan verður í byrjun staðsett á eldri lanfyllilngu hafnarinnar en verður færð til út á landfyllinguna  eftir því sem hún  byggist upp. Stærð efnismóttöku verður u.þ.b 500 m2 að stærð og mun taka að hámakri við 1000 m3 af efni. Gert er ráð fyrir að haugurinn verði færanlegur og staðsetning hans færist út á landfyllinguna eftir því sem hún byggist upp. Sett verður girðing í kringum móttökusvæðið með læstu hliði, aðkomu verður stýrt af umsjónaraðila og ekki verður heimilt að losa óhreint og ónothæft efni. ". 

 Leyfi fyrir efnismóttökusvæði  er gefið út skv.  lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998 og ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, X-viðauki grein 2.6. 

Starfsleyfi mun byggja í grunnatriðum á starfsleyfisskilyrðum sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar  Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)  ásamt ákvæðum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands 

Athugasemdir skulu berast  á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 15. maí 2024.

Hér er  má finna gögn vegna umsóknarinnar.  umsókn efnismóttaka og greinargerð 

Read 528 times