Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Þriðjudagur, 30 nóvember 2021 15:04

Áramótabrenna í Stykkishólmi - Auglýsing

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands auglýsir hér með drög að starfsleyfi vegna fyrirhugaðrar áramótabrennu í Stykkishólmi.  Umsækjandi er Stykkishólmsbær kt: 620269-7009. 

Umsókn um starfsleyfi barst þann 29. nóvember 2021.  Í umsókn kemur fram að: "  halda eigi brennu við tjaldstæðið í Stykkishólmi.. "   Kveikt verður í brennunni kl. 20:30 þann 31. desember. Um er að ræða stóran bálköst ( 60 til 80 rúmmetra) þar sem brennutími er meira en 4 klukkustundir.   Brennustaður er fjarri íbúðabyggð.

Starfsleyfisskilyrði ber að auglýsa í 4 vikur og hægt er að senda inn athugasemdir til 28. desember n.k á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hér er má lesa starfsleyfisskilyrðin Starfsleyfisskilyrði fyrir brennur.pdf (ust.is) 

Föstudagur, 26 nóvember 2021 13:18

Klumba ehf Ólafsvík. Fiskþurrkun - Auglýsing.

Meðfylgjandi er auglýst eftir athugasemdum við tillögu að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir fiskþurrkunarfyrirtækið á Ólafsbraut 80 í  Ólafsvík.  Umsækjandi er Klumba ehf,  kt 590117-3310.

Umsókn barst þann 28. október 2021. Í gögnum með umsókn kemur fram : " .. þurrkað er 10-12 þúsund tonn af fiskafurðum á ári.  Langmest af fiskinum kemur úr höfnum á Snæfellsnesi. Öll niðurföll  eru tengd fráveitu sem síðan liggur í sjó. Kælimiðill á kælinum í húsinu er “freon 404". Fiskþurrkunarferlið er í stórum dráttum að  fiski er raðað á grindur inn í klefa til upphitunar í  27°C, þaðan  fer varan í stóran kassa í eftirþurrkun í 5-7 daga við svipað hitastig. Þaðan fer fiskurinn í rakajöfnunarrými í um 7 daga við c.a 15°C fyrir pökkun.  Síðan tekur við pökkun undir þrýstingi í strigapoka og þaðan er varan sett í gám.  Kerfið er lokað til að nýta sem best mögulegan varma.  Úrgangsfiskur og afskurður fer til Skinnfisks í frekari vinnslu. Engir blásarar eru upp á þaki..." 

Fyrirtækið hefur verið með starfsemi á þessum stað um árabil en starfsleyfi rann út fyrir tveimur árum. 

Starfsleyfistillagan er auglýst í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.  Hér má sjá samræmd starfsleyfisskilyrði vegna starfseminnar: Starfsleyfisskilyrði fyrir fiskvinnslu.pdf (ust.is)

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skal senda skriflegar inn á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 24. desember 2021

 

Mánudagur, 15 nóvember 2021 13:24

Áramótabrenna á Tíðamel Reykholti - Auglýsing

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands auglýsir hér með meðfylgjandi starfsleyfi vegna fyrirhugaðrar áramótabrennu á Tíðamel við Reykholt.    Umsækjandi er Ungmennafélag Reykdæla, kt. 660269-6309. Forsvarsmaður er Þorvaldur Jónsson. 

Umsókn um starfsleyfi barst þann 15.nóvember 2021.  Í umsókn kemur fram : " Áramótabrenna við Tiðamel við Reykholt á Gamlársdag 2021. Í bálkestinum er  eingöngu grysjunarviður úr skógrækttinni við Reykhotlt.  Stefnt er að því að kveikja í brennu kl 17:15 ef veður leyfir. " 

Starfsleyfisskilyrði ber að auglýsa í 4 vikur og hægt er að senda inn athugasemdir til 13. desember n.k á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hér er má lesa starfsleyfisskilyrðin Starfsleyfisskilyrði fyrir brennur.pdf (ust.is) 

Föstudagur, 12 nóvember 2021 11:03

Áramótabrenna í Búðardal - Auglýsing

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands auglýsir hér með meðfylgjandi starfsleyfi vegna fyrirhugaðrar áramótabrennu í Búðardal.   Umsækjandi er Dalabyggð, kt. 510694-2019. Forsvarsmaður er Kristján Ingi Arnarson. 

Umsókn um starfsleyfi barst þann 12.nóvember 2021.  Í umsókn kemur fram að: " Lítil brenna við sjávarkamb neðan við Búðabraut í Búðardal. Kveikt verður í brenninu kl. 21. Áætlaður brennutími er innan við 2 klukkustundir og ríflega 100 metrar eru  í næsta íbúðarhús. "   

Starfsleyfisskilyrði ber að auglýsa í 4 vikur og hægt er að senda inn athugasemdir til 10. desember n.k á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hér er má lesa starfsleyfisskilyrðin Starfsleyfisskilyrði fyrir brennur.pdf (ust.is) 

 
Föstudagur, 12 nóvember 2021 10:42

Áramótabrenna á Rifi - Auglýsing

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands auglýsir hér með meðfylgjandi starfsleyfi vegna fyrirhugaðrar áramótabrennu á Breið, ofan við Rif, Snæfellsbæ.  Umsækjandi er Hjálmar Þ. Kristjánsson., kt.  020758-6949.

Umsókn um starfsleyfi barst þann 12.nóvember 2021.  Í umsókn kemur fram að: "  halda brennu á sama stað og  hefur verið notaður undanfarna áratugi ef veður leyfir. "   Kveikt verður í að kvöldi brennunni 31. desember. Um er að ræða stóran bálköst þar sem brennutími er meira en 4 klukkustundir.   Brennustaður er fjarri íbúðabyggð.

Starfsleyfisskilyrði ber að auglýsa í 4 vikur og hægt er að senda inn athugasemdir til 10. desember n.k á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hér er má lesa starfsleyfisskilyrðin Starfsleyfisskilyrði fyrir brennur.pdf (ust.is) 

Page 8 of 16