Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi Akraborgar á Kalmansvöllum 6, Akranesi.-. Rekstraraðili er Akraborg kt. 510789-3939. Forsvarsmaður fyrirtækisins er Rolf Hákon Arnarsson.
Heilbrigðisnefnd Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfsemina. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarnir nr. 7/1998.
Umsókn um endurnýjað starfsleyfi barst þann10. september 2021 en núgildandi leyfi gildir frá 27. september 2010 til 27. september 2022, með breytingu um aukið vinnslumagn í janúar 2012. Í umsókn er sótt um " niðursuðu sjávarfangs". Niðursuðuverksmiðja sjávarfangs í Akraborg hefur verið starfrækt á Kalmansvöllum 6 í fjölda ára. Með umsókn fylgdi samantekt um stærð og gerð fráveitubúnaðar sem fyrirtækið hefur fjárfest í á síðustu árum og sett við frárennsli frá verksmiðjunni. Þar segir m.a um fráveitu-og hreinsibúnað: " Redox hreinsibúnaður sem hreinar allt vatn úr vinnslusölum áður en það fer úti í niðurföll, 2x filterX hreinsibönd frá Skaganum 3X sem grófhreinar vatn frá vinnslubúnaði og fjarlægir agnir. Mikið af innra eftirliti fyrirtækissins fer í að fylgjast með vatnsmagni og stýringum þess. Einnig hefur verið lögð mikil vinna í að minnka vatnsnotkun fyrirtækisins. Vatnsnotkun hefur minnkað kringum 50% síðasta árið. "
Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Starfsleyfið mun byggja meðal annars á "Starfsleyfisskilyrði fyrir ýmsa matvælavinnslu" sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar. Sjá hér: Starfsleyfisskilyrði fyrir ýmsa matvælavinnslu.pdf (ust.is)
Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 1. júní 2022.
Heilbrigðisnefnd getur krafist þess að aðilar í atvinnurekstri sem getur valdið mengun í fráveitu komi fyrir viðunandi hreinsibúnaði á eigið fráveituvatn. Þetta getur átt við almenningsskólpveitur en þó einkum fráveituvatn sem er mengað af olíu eða eiturefnum eða mjög próteinríkt eða fituríkt fráveituvatn frá verksmiðjum eða hvers konar öðrum atvinnurekstri.