Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

 Hér með eru auglýst drög að starfsleyfi fyrir skotæfingasvæði Skotfélags Akraness  sem staðsett er  við norðanvert Akrafjall, á landispildu úr landi Óss. 

Umsókn um starfsleyfi vegna skotsvæðis barst þann 4. mars 2020. " Sótt er um „æfingasvæði skotfélags. Rekstur skotíþróttavalla- og æfingasvæðis ólympískra íþróttagreina. „  Í umsókn kemur fram að starfsemin hófst árið 1995.

Upphaflega var gefið út starfsleyfi fyrir svæðið árið 2003 og endurnýjað til eins árs í september 2019.

Landspilda sem skotæfingasvæðið er á er  úr landi Óss í Hvalfjarðarsveit.  Akraneskaupsstaður á landspilduna.  Á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008 til 2020 er landsvæðið merkt sem „opið svæði til sérstakra nota“ og í greinargerð skipulags sem „ skotfimisvæði úr landi Óss“. Merkt O33 á uppdrætti.  Skotæfingasvæðið er staðsett við rætur Akrafjalls. Í nágrenni við það eru gönguleiðir upp á fjallið, skógræktarsvæði með útivistarstígum og reiðvegur.

Heilbrigðisnefnd hefur beðið eftir að landeigandi deiliskipuleggði svæðið frá því umsókn barst en af því hefur ekki orðið. Starfsleyfisumsóknin  hefur verið til umræðu á nokkrum fundum Heilbrigðisnefndar Vesturlands síðasta árið og að lokum samþykkt á fundi þann 10. febrúar s.l að auglýsa drög að leyfi sem gilda á í  4 ár. 

 Leyfið  verður gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998. 

Starfsleyfisskilyrði fyrir skotfæfingasvæði ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 23. apríl 2021.

Hér má sjá drög starfsleyfis ásamt greinargerð með umsókn frá Skotfélagi Akraness Skotfélag Akraness .

Mánudagur, 22 mars 2021 11:46

Óhapp við flutning sóttmengaðra hræja

Þann 18. mars s.l  varð óhapp við flutning á riðusmituðum úrgangi sem flytja átti til brennslu í Kölku á Suðurnesjum.

Mikill þrýstingur af völdum gasmyndunar úr úrganginum myndaðist í einum gámnum á meðan á flutningi stóð. Þetta varð til þess að hleri á ofanverðum gámnum gaf sig og uppgötvaðist atvikið áður en komið var að Hvalfjarðargöngum.

Hér er tengill á fréttina af vef Matvælastfonunar : 

Óhapp við flutning hræja til brennslu vegna riðu | Matvælastofnun (mast.is)

Hér með eru auglýst drög að starfsleyfi til tveggja ára fyrir rekstur kjúklingabúsins  á Fögrubrekku í Hvalfjarðarsveit. 

Leyfi fyrir alifuglabú er gefið út skv.  lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998, ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit og ákvæðum reglugerðar nr. 520/2015 um eldishús alifugla, loðdýra og svína. 

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit,

Umsókn um starfsleyfi barst þann 16. mars s.l. Umsækjandi er Reykjabúið ehf, kt. 581187-2549.

Samkvæmt umsókn eru alls.."  27000 stæði fyrir kjúkling. Magn kjúklingaskíts sem fellur til er metið um 170 tonn á ári. Notaður á tún og við endurræktun þeirra... "   Með umsókninni fylgdu samningar um notkun á skít frá búinu á nágrannatún Fögrubrekku og kort af landi þar sem gert er ráð fyrir að kjúklingaskítur sé notaður á. 

Starfsleyfið fyrir kjúklingabúið á Fögrubrekku mun byggja á samræmdum starfsleyfsiskilyrðum sem gefin hafa verið út af Umhverfisstofnun.

Hér má finna umsókn Reykjabúsins ehf, samningum um notkun á skít og kort af landi til dreifingar. Umsókn Reykjabúið Fögrubrekkusamningur um dreifingu á skít og Kort af landi fyrir dreifingu

 

Athugasemdir vegna starfsleyfis skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 16. april 2021.

 

 

Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir starfsemi dekkja- og smurverkstæðis á Sólbakka 25 í Borgarnesi.  Heiti verkstæðis er Gúndi GK. 

HeV gefur út starfsleyfi fyrir starfsemi dekkja- bílaverkstæða. Leyfið er gefið út skv.  lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.

Umsókn um nýtt starfsleyfi barst þann 1. febrúar 2021 og er hér um að ræða nýja starfsemi á Sólbakka 25. Gúndi verkstæði Sólbakka 25

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 26. mars 2021.

Page 12 of 17