Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Þriðjudagur, 05 apríl 2022 13:17

Aldan - Dósamóttaka, Sólbakka 4 í Borgarnesi

Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir Borgarbyggð til reksturs dósamóttöku, þ.e. móttaka á úrgangi til endurvinnslu, í afmörkuðum hluta húsnæðis að Sólbakka 4 í Borgarnesi. Sjá hér: Tillaga að starfsleyfi Öldunnar

Heilbrigðisnefnd Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfsemina. Leyfið er gefið út skv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengungarvarnir.

Umsókn um nýtt starfsleyfi barst þann 12. nóvember 2021. Í umsókn kemur m.a. fram að Aldan sé umboðsaðili fyrir Endurvinnsluna hf. og taki við skilagjaldskyldum drykkjarumbúðum sem hafa verið flokkaðar og taldar. 

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. 

Starfsleyfið mun m.a. byggja á almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi, sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar. Skjal á pdf formi má sjá hér: Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 4. maí 2022.

Read 1014 times