Heilbrigðiseftirlit Vesturlands auglýsir hér með drög að starfsleyfi vegna fyrirhugaðrar brennu á Þrettándanum á Akranesi Umsækjandi er Björgunarfélag Akraness, kt: 470100-3030.
Umsókn um starfsleyfi barst þann 5. desember 2021. Í umsókn kemur fram að: " brenna verði haldin á þyrluvelli í nágrenni við íþróttahúsið á Jaðarsbökkum". Kveikt verður í brennunni kl. 18., þann 6. janúar 2022. Um er að ræða litla brennu þar sem brennutími er um tvær klukkustundir og brennuefni er vörubretti úr timbri.
Starfsleyfisskilyrði ber að auglýsa í 4 vikur og hægt er að senda inn athugasemdir til 5. janúar 2022 n.k á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Hér er má lesa starfsleyfisskilyrðin Starfsleyfisskilyrði fyrir brennur.pdf (ust.is)