Auglýsing starfsleyfis vegna mengunarvarna.
Isea ehf., kt: 630216-0360 hefur sótt um starfsleyfi fyrir starfsemi fyrirtækisins að Hamraendum 1 í Stykkishólmi.
Dagsetning umsóknar er 27. febrúar 2025. Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Sigurður Pétursson. Fyrirtækið hefur undanfarin ár verið með starfsemi að Nesvegi 14 í Stykkishólmi. Stefnt er að flutningi í nýja aðstöðu á Hamraendum 1 í lok aprílmánaðar n.k.
Núgildandi leyfi vegna mengunarvarna starfseminnar var gefið út að undangenginni auglýsinu í 4 vikur, þann 11. ágúst 2023 og gildir í 12 ár. Engar athugasemdir bárust við auglýsingunni. Starfsleyfi fyrir matvælahluta framleiðslunnar var gefið út 18. júní 2024 og er gildistími ótímabundinn samkvæmt lögum um matvæli nr. 93/1995.
Hér má sjá umsóknina: Isea ehf. umsókn 27.feb25
Starfsleyfið er gefið út í samræmi við lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, IV viðauka. Starfsemin fellur jafnframt undir reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, viðauka X, lið 4.15.: Önnur sambærileg starfsemi með vinnslu og úrvinnslu á efnum úr jurta- og dýraríkinu, 5.5. vinnsla fisks og annarra sjávarafurða, önnur en í viðauka I.
Hér má sjá gildandi starfsleyfi með starfsleyfisskilyrðum fyrir aðsetur á Nesvegi Stykkishólmi: Isea ehf. Gildandi leyfi Nesvegi 14
Hér er almenn starfsleyfisskilyrði á vef Umhverfisstofnunar fyrir mengandi starfsemi: Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf
Tillögu að starfsleyfi fyrir starfseminni ber að auglýsa í 4 vikur á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.
Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 2. apríl 2025