Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Mánudagur, 23 október 2023 16:04

Reykjagarður hf Miðskógi, Dalabyggð

Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir starfsemi Reykjagarðs hf  í Miðskógi Dalabyggð. 

Umsókn barst þann 19. október 2023. Umsækjandi er Reykjagarður hf,  kennitala: 650903-2180. Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Magnús Huldar Ingþórsson. 

Samkvæmt upplýsingum á umsókn er sótt um kjúklingaeldi : " sótt er um starfsleyfi til reksturs á nýju kjúklingaeldishúsi með 15.000 stæðum að Miðskógi.. "  Umsókn Reykjagarðs

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands stefnir á að gefa út leyfi til 12 ára. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.

Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir alifugla- og svínabú : Starfsleyfisskilyrði fyrir alifugla- og svínabú - 

Tillögu að starfsleyfi ber að auglýsa í 4 vikur á heimasíðu Heilbrigðiseftirlitsins, skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. 

Um starfsemina gildir einnig reglugerð nr. 520/2015 um eldishús alifugla, loðdýra og svína. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   fyrir 20. nóvember 2023. 

Read 650 times