Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Þriðjudagur, 11 júlí 2023 16:56

Starfsleyfi fyrir Hval hf gefið út.

Heilbrigðisnefnd Vesturlands hefur gefið út starfsleyfi vegna mengunarvarna  fyrir fyrirtækið Hval hf vegna starfsemi á Litla Sandi í Hvalfjarðarsveit eftir 184. fund nefndarinnar 11. júlí 2023.

Starfsleyfið byggir á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og reglugerð um losun frá atvinnurekstri og mengunareftirlit nr 550/2018. Leyfið var auglýst á vefsvæði Heilbrigðiseftirlits Vesturlands  frá 12. maí til 9.júní 2023. 

Hér má sjá bókun nefndarinnar í 2. tölulið  um starfsleyfi á dagskrá fundarins.:..  

 " 2. Starfsleyfi-  2.1 Hvalur hf. sækir um starfsleyfi fyrir vinnslu hvalaafurða Litla Sandi.

Drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi Hvals hf. á Litla-Sandi í Hvalfjarðarsveit vegna vatnsveitu og mengunarvarna var auglýst á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands föstudaginn 12. maí 2023. Alls bárust 35 athugasemdir við auglýsta tillögu að starfsleyfi Hvals hf. fyrir vinnslu hvalaafurða vegna mengunarvarna. Þar af bárust þrjár athugasemdir eftir að auglýstur frestur til athugasemda var liðinn undir lok. Þær athugasemdir hafa ekki efnislega þýðingu við mat á endurnýjun starfsleyfisins.

Orðalagsbreytingar voru gerðar á 1.1, 1.3.1, 1.1.3, 1.4, 3.2. og 4.1 í drögum að starfsleyfi.  Framkvæmdastjóra er falið að senda fyrirliggjandi svör til þeirra aðila sem gerðu athugasemdir við drög að endurnýjuðu starfsleyfi Hvals hf.

Tillaga að bókun: Starfsleyfi Hvals hf. á Litla Sandi er samþykkt með á orðnum breytingum til fjögurra ára. .. " 

Starfsleyfi Hvals 2023 

Hér má sjá svar Heilbrigðisnefndar Vesturlands við athugasemdum sem bárust. : Svar við athugasemdum

Read 701 times