Umsögn Heilbrigðisnefndar Vesturlands
N1 Elínarvegur 3 Akranesi - Ný afgreiðslustöð eldneytis - Auglýsing.
Hér með eru auglýst drög að starfsleyfi fyrir nýja afgreiðslustöð N1 á Akranesi.
N1 ehf. kt: 411003-3370 hefur sótt um starfsleyfi fyrir nýja eldneytisafgreiðsulstöð á Elínarvegi 3 á Akranesi. Hermann Elí Hreinsson sækir um fyrir hönd rekstraraðila.
Samkvæmt upplýsingum á umsókn er sótt um : “ Sjálfsafgreiðslustð með 2 dælueyjur. Til sölu verður dísel, bensín, litað dísel, rúðuvökvi og Adblue á dælu. Geymar eru niðurgrafnir tvöfaldir geymar og verða niðurföll tengd í sambyggða sand-og olíuskilju."
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi sem nær til afgreiðslu eldneytis. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.
Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi : Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is) og reglugerð um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi nr. 884/2017.
Starfsleyfisskilyrði fyrir eldsneytissöluna ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Hér má finna gögn málsins : N1 umsókn og skýringar vegna búnaðar
Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 13. október 2025.
HD ehf. málmsmiðja Grundartanga - Auglýsing
Heilbrigðisnefnd Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfsemina. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarnir nr. 7/1998.
Umsókn um nýtt starfsleyfi barst 21. ágúst 2025. Í umsókn er sótt um " Vélsmiðja- og vélaviðgerðaverkstæði, Málmsmiðja". Starfsemin hófst upphaflega í ágúst 2012 og gilti í 12 ár.
Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Umsókn frá HD ehf. : HD ehf
Starfsleyfið mun byggja meðal annars á skilyrðum um bifreiðaverkstæði. Sjá hér: Starfsleyfisskilyrði fyrir málmsmiðjur.pdf
Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 18. september 2025.
More...
Landsnet- Launaflsvirki Klafastöðum Grundartanga. - Auglýsing endurnýjun starfsleyfis
Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi Landsnets vegna launaflsvirkis sem staðsett er á Klafastöðum, Grundartanga í Hvalfjarðarsveit.
Umsókn barst þann 25. júní 2025 frá Landsneti kt: 580804-2410. Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Jóhann Þorleiksson. Núverandi leyfi var gefið út 10. maí 2012 og gildir til 10. maí 2024. Engar athugasemdir hafa verið gerðar í reglubundnu eftirliti af hálfu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.
Umsókn um starfsleyfi: Umsókn Landsnets.
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi vegna stórar spennistöðvar. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.
Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir - Stórar spennistöðvar: Starfsleyfisskilyrði fyrir stórar spennistöðvar.pdf (ust.is)
Starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, viðauki X. 9.2. -Stórar spennistöðvar.
Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 12. september 2025.
Olís ehf - ÓB Vesturbraut 4 í Búðardal - Auglýsing
Hér með eru auglýst drög að starfsleyfi fyrir nýja afgreiðslustöð eldneytis í Búðardal.
Olís ehf. kt: 200362-6759, hefur sótt um starfsleyfi fyrir nýja eldneytisafgreiðsulstöð ÓB á Vesturbraut 4, í Búðardal. Örn Fransson sækir um fyrir hönd rekstraraðila.
Samkvæmt upplýsingum á umsókn er sótt um : “ ÓB sjálfsafgreiðslustöð. Á staðnum verða einnig hraðhleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla”. Fram kemur í gögnum að fjöldi eldneytisdæla verði fjórar og hraðhlaðslustöðvar sex. Steypt plan við aðstöðuna er um 150 m2. Eldneytisgeymar eru tveir, 60m3, fyrir díselolíu og fyrir bensín. Geymarnir eru tvöfaldir stálgeymar, tæringarvarðir með polyurethan húð. Þeir eru smíðarir samkvæmt viðurkenndum stöðlum EN 12285. Árekstrarvarnir eru úr stáli og millilag olíugeyma er tengt vöktunarkerfi. Yfirfyllingavörn er í öllum vöktuðum hólfum. Allar olíulagnir eru með lekavörn og niðurföll á áfyllingarplani eru tengd við sand-og olíuskilju sem er með vökvarúmmál upp á 3850 L, olíurúmmál 4200 L og sandrými er 1330 L. Útloftun er frá olíuskilju. Vatn frá skilju rennur í holræsakerfið í Búðardal og olíuinnihald má ekki vera meira en 5mg/L. Allar skiljur og geymar eru tengdar við viðvörunarbúnað. Olíuskiljur og tendur búnaður er samkvæmt Leiðbeiningum um olíuskiljur útgefið af Umhverfisstofnun 2005. Lóðin á Vesturbraut 4 er merkt sem verslun- og þjónusta 3 (VÞ3) í Aðalskipulagi Dalabyggðar fyrir Búðardal.
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi sem nær til afgreiðslu eldneytis. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.
Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi : Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is) og reglugerð um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi nr. 884/2017.
Starfsleyfisskilyrði fyrir eldsneytissöluna ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Hér má finna gögn málsins : umsókn og skýringar .
Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 20. júní 2025.
Reykjagarður hf Kjúklingahús 2, Miðskógi Dalabyggð
Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir starfsemi Reykjagarðs hf í Miðskógi Dalabyggð. Kjúklingahús nr. 2.
Umsókn barst þann 20.maí 2025. Umsækjandi er Reykjagarður hf, kennitala: 650903-2180. Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Magnús Huldar Ingþórsson.
Samkvæmt upplýsingum á umsókn er sótt um kjúklingaeldi : " um er að ræða nýtt kjúklingahús að Miðskógi, 371 Búðardal. Húsið hefur um 811 fm eldisrými og rúmar í eldi allt að 16.000 kjúlinga. Húsið er sömu gerðar og það sem byggt var í Miðskógi 2023."
Hér má sjá umsókn Reykjagarðs hf: umsókn - ásamt fleiri gögnum listi með búnaði. "
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands stefnir á að gefa út leyfi til 12 ára. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.
Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir alifugla- og svínabú : Starfsleyfisskilyrði fyrir alifugla- og svínabú -
Tillögu að starfsleyfi ber að auglýsa í 4 vikur á heimasíðu Heilbrigðiseftirlitsins, skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.
Um starfsemina gildir einnig reglugerð nr. 520/2015 um eldishús alifugla, loðdýra og svína.
Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 19. júní 2025.
Carbfix hf. jarðborun á Grundartanga- Auglýsing.
Umsókn um tímabundið starfsleyfi fyrir jarðborun á Grundartanga.
Carbfix hf., kt; 531022-0840, sækir um tímabundið leyfi til borunar á niðurdælingarholu á Grundartanga. Umsókn barst í mars 2025 og hafa viðbótar gögn bæst við umsóknina síðan þá. Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir sækir um fyrir hönd fyrirtækisins. Í umsókn kemur m.a. fram að “fyrirtækið sérhæfi sig í föngun og geymslu koldíoxíðs í jarðlögum. Holan er áætluð 1480 m djúp og verður hún fóðruð niður á 350 metra. Áætluð hnit holur eru: X: 364900.615; Y431579.343; Z: 21.59. Carbfix er þátttakandi í rannsóknarverkefni við Grundartanga þar sem fyrirtækið ætlar að reyna að fanga koldíoxíð frá Elkem og dæla því niður til varanlegrar geymslu í jarðlögum. Borað verður með vatni til að auka líkur á að lekt jarðlaga verði ekki skert. Gera má ráð fyrir að borverkið við hverja holu taki í heild í kringum 40 daga með flutningi á borbúnaði. Borun getur þó dregist ef ófyrirsjáanlegir erfiðleikar verða í borun. ÍSOR var Carbfix til ráðgjafar um staðsetningu rannsóknarholunnar. Fjöldi grunnra vatnshola er fyrir á svæðinu, en engar djúpar holur og því ljóst að mikil þekking mun fást með borun. Borholan mun leiða í ljós eðliseiginleika bergsins t.d. lekt auk þess að gefa upplýsingar um grunnvatnskerfin og dýpi á jarðsjó. Carbfix fær affallsvatn frá Elkem til að bora holuna en ef það vatn nægir ekki til að klára borverkið verður vatn nýtt úr stöðuvatninu Eiðisvatni. Áætlað er að nýta á bilinu 2-500 rúmmetra af vatni úr Eiðisvatni yfir þann tíma sem það tekur að bora holuna sem eiga að vera 3-4 vikur. “.
Veðurstofan er að vinna að gerð áhrifamats fyrir Eiðisvatn vegna verkefnisins. Drög starfsleyfis fyrir Carbfix hf. eru auglýst með þeim fyrirvara um að áhrifamat fyrir Eiðisvatn sýni að vatnstakan hafi ekki áhrif á umhverfismarkmið Eiðisvatns (vatnshlotið 104-332-L).
Leyfi fyrir jarðborunum og viðgerð á borholum er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998 og ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, X-viðauki grein 10.4.
Starfsleyfi mun byggja í grunnatriðum á almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar: Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)
Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 9. júní 2025.
Þula ehf. Þvottahús á Hamraenda 4, Stykkishólmi
Auglýsing starfsleyfis vegna mengunarvarna.
Þula ehf., kt: 660398-2369 hefur sótt um starfsleyfi fyrir rekstur þvottahúss að Hamraenda 4 í Stykkishólmi.
Umsækjandi fyrir hönd Þulu ehf. er Valgerður Hrefna Birkisdóttir. Heilbrigðisnefnd Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfsemi þvottahúsa t skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarnir nr. 7/1998.
Umsókn um nýtt starfsleyfi barst þann 16. apríl 2025. Í umsókn er sótt um " Þvottahús, þvegið lín fyrir hótel og gistiheimili ". Staðsetning þvottahús er í nýju húsnæði, iðnaðarbili, á Hamraenda 4.
Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Starfsleyfið mun byggja á almennum skilyrðum fyrir mengandi starfsemi, , sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar. Sjá hér: Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)
Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 20. maí 2025.
Andakílsárvirkjun- Endurnýjun starfsleyfis - Auglýsing.
Hér með er auglýst tillaga að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir rekstur Andakílsárvirkjunar, vegna 8,2 MW rafmagnsframleiðslu sem nýtir vatnasvið Skorradalsvatns og Andakílsár.
Umsækjandi er Orka náttúrunnar ohf., kt: 471119-0830.
Fyrra leyfi var gefið út 10. maí 2012 og gilti til 10. maí 2024. Umsókn um endurnýjun leyfis barst 29. nóvemar 2023. Heilbrigðisnefnd Vesturlands samþykkti á 189. fundi, 6. maí 2024 að framlengja leyfið til 10. maí 2025 þar sem óskað var eftir frekari gögnum frá umsækjanda. Í samræmi við 6.grein laga nr. 7/1998 og lög nr. 66/2020 er útgefanda starfsleyfis heimilt að framlengja gildistíma starfsleyfis á meðan nýtt starfsleyfi er í vinnslu, að hámarki til eins árs.
Andakílsárvirkjun í Borgarbyggð er vatnsaflsvirkjun sem reist var á árunum 1945-1947. Hún virkjar fall Andakílsár úr Andakílsárlóni niður á láglendið neðan gljúfranna. Skorradalsvatn er staðsett ofan lónsins og rennur áin úr vatninu. Áhrifa vatnsmiðlunar virkjuninnar gætir í Skorradalsvatni og eru mannvirki staðsett við útfall vatnsins í Andakílsá efri vegna þess.
Hér má finna tillögu að endurnýjuðu starfsleyfi : Andakílsárvirkjun tillaga . Í tillögunni er einnig að finna búnaðarlista virkjunarinnar og vöktunaráætlun. Leyfið mun gilda til 12 ára frá útgáfudegi.
Starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 6. maí 2025.