Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Þriðjudagur, 18 júní 2024 10:49

N1 ehf. afgreiðsla eldneytis Grundartanga

Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi N1 ehf.  kt: 411003-3370 vegna eldneytisafgreiðslu á lóð járnblendiversmiðju Elkem á Grundartanga, Hvalfjarðarsveit. 

Umsókn barst 10. júní 2024 frá fyrirtækinu og sækir Viktor Örn Guðmundsson um leyfið fyrir hönd N1 ehf.    Núgildandi leyfi var gefið út 18. júlí 2012  og gildir til  18. júlí 2024.

Í umsókn er sótt um: " Sjálfsafgreiðsla á eldsneyti innan lokaðs svæðis hjá Elkem. 10.000 lítra tvöfaldur olíugeymir með litaðri olíu í steyptri þró. Niðurgrafin sand- og olíuskilja frá Borgarplasti tengd við niðurfall hjá dælu á áfyllingarplani".

 Gögn vegna umsóknar: umsókn N1 og tankurolíuskilja og yfirlitsmynd / teikning .

 Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi sem nær til afgreiðslu eldneytis. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.

 Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi : Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)

Starfsleyfisskilyrði fyrir eldsneytissöluna ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 16. júlí 2024.

Fimmtudagur, 18 apríl 2024 14:32

Hjólbarðaverkstæði Sólbakka 11 Borgarnesi.

Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir starfsemi hjólbarðaverkstæðis SHG13 ehf. á Sólbakka 11 í Borgarnesi. Kennitala rekstraraðila er 450697-3039. 

Umsækjandi fyrir hönd SHG13 er Steinþór Hans Grönfeldt. Heilbrigðisnefnd Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfsemi hjólbarðaverkstæða. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarnir nr. 7/1998.

Umsókn um nýtt  starfsleyfi barst þann 17. apríl 2024.  Í umsókn er sótt um " hjólbarðaverkstæði ". Samkvæmt upplýsingum frá umsækjanda verður um minni háttar starfsemi að ræða, sem fer fram um kvöld og helgar. 

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Starfsleyfið mun byggja á almennum skilyrðum fyrir mengandi starfsemi, þ.á.m reglugerð nr. 724/2008 um hávaða, sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar. Sjá hér: Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is) og Starfsleyfisskilyrði fyrir hjólbarðaverkstæði.pdf (ust.is)

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir  16. maí 2024. 

Page 1 of 17