N1 ehf. - Hjólbarðaverkstæði, Dalbraut 14 Akranesi.
Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu og tímabundnu starfsleyfi fyrir starfsemi N1 ehf. kt. 411003-3370, vegna hjólbarðaverkstæðis á Dalbraut 14 á Akranesi. Umsókn barst 27. ágúst 2024 frá fyrirtækinu og sækir Viktor Örn Guðmundsson um fyrir hönd fyrirtækisins.
Núverandi leyfi er tímabundið og gefið út 1. nóvember 2021 og gildir í þrjú ár eða til 1.nóvember 2024.
Í umsókn er sótt um " hjólbarðaverkstæði, öll almenn hjólbarðaþjónusta, viðgerðir og sala" og um að leyfi gildi út desember 2026. Með umsókn fylgdi greinargerð þar sem fjallað er um framtíðarplön starfseminnar sem munu flytjast frá Dalbraut 14 og á Elínarveg 3 á Akranesi. Fjallað er um mótvægisaðgerðir til að halda hávaðamengun í lágmarki með ýmsu móti.
Gögn vegna umsóknar umsókn N1 ehf og greinargerð með umsókn greinargerð N1 ehf .
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi sem nær til mengandi starfsemi. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998. Starfsleyfisskilyrði munu byggja á skilyrðum fyrir hjólbarðaverkstæði : Starfsleyfisskilyrði fyrir hjólbarðaverkstæði.pdf (ust.is)
Rekstraraðila er skylt að gera allt sem í hans valdi stendur til að takmarka hávaða frá starfseminni eins og kostur er og koma í veg fyrir óþægindi af völdum hávaða frá starfseminni. Um hávaða fer að öðru leyti skv. reglugerð nr. 724/2008 um hávaða.
Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 28. október 2024.
Málmaendurvinnslan ehf. - Höfðasel 16, Akranesi.
Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir starfsemi á vegum Málmaendurvinnslunnar ehf., kt: 6905190540 vegna umsóknar um starfsleyfi fyrir söfnun og meðhöndlun brotamáls á Höfðaseli 16 á Akranesi. Umsókn barst þann 18. september 2024 frá fyrirtækinu. Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Högni Auðunsson.
Í umsókn er sótt um: "Söfnun og meðhöndlun brotamálms í porti á Höfðaseli 16, Akranesi. Tekið er á móti að hámarki 15 ónýtum bifreiðum á svæðið sem er síðan komið beint til förgunar hjá viðurkenndum ráðstöfunaraðilum. Ekki er tekið á móti spilliefnum. Útskipun á efni fer fram á Akraneshöfn með c.a 2-3 mánaða millibili."
Heimilt verður að geyma að hámarki 1500 tonn af brotamálmi á svæðinu.
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfsemina. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998 og ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi : Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is) og Starfsleyfisskilyrði fyrir móttökustöðvar ökutækja.pdf
Starfsleyfisskilyrði ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, sbr. ákvæði 8.5 : Endurnýting úrgangs.
Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 24. október 2024.
Bifreiðastöð ÞÞÞ ehf - flutningur spilliefna.
Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir starfsemi á vegum Bifreiðarstöðvar ÞÞÞ ehf, kt: 4807942069 vegna umsóknar um starfsleyfi fyrir flutning á spilliefnum. Umsókn barst þann 19. september 2024 frá fyrirtækinu. Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Hafdís Guðlaugsdóttir.
Í umsókn er sótt um: "Flutningur á spillefnum". Gögn vegna umsóknar.: Umsókn ÞÞÞ
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfsemina. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998 og ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi : Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is) og sérhæfðum skilyrðum vegna mengunaráhættu starfseminnar Flutningur spilliefna
Athygli er vakin á ákvæðum 4.1 og 4.2. " Við flutning úrgangs og spilliefna skal fara að ákvæðum reglugerðar nr. 671/2008 um hleðslu, frágang og merkingu farms. Við flutning á spilliefnum, sem flokkast sem hættulegur farmur samkvæmt reglugerð nr. 1077/2010 um flutning á hættulegum farmi m.s.br., gilda ákvæði þeirrar reglugerðar eftir því sem við á, m.a. um réttindi ökumanns, viðurkenndar umbúðir, merkingar á umbúðum og ökutæki, fylgibúnað og fylgigögn, þ.m.t. farmbréf fyrir hættulegan farm og flutningsslysablað."
Starfsleyfisskilyrði ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, sbr. ákvæði 8.3 : Gámaflutningaaðilar og aðilar sem flytja spilliefni.
Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 18. október 2024.
Veitur ohf - Sólbakka 10 Borgarnesi. Endurvinnsla asbeströra.
Umsókn um endurnýjað starfsleyfi fyrir " Endurvinnslu asbeströra og múffa til viðgerðar" að Sólbakka 10 í Borgarnesi er hér með auglýst. Umsækjandi er Veitur ohf kennitala: 501213-1870 og sækir Gissur Þór Ágústsson um endurnýjun leyfis fyrir hönd fyrirtækisins.
Í umsókn er sótt um : " endurunnin asbeströr og múffur til viðgerðar og viðhalds í Deildartunguæð er liggur frá Deildartunguhver til Akraness."
Í fylgiskjölum með umsókn er staðfesting Vinnueftirlits frá 17. janúar s.l. á að 15 starfsmenn Veitna hafi sótt sérstakt asbestsnámskeið hjá Vinnueftirliti og hafa því leyfi til að vinna með asbest.
Leyfi fyrir atvinnustarfsemi sem meðhöndlar asbest, er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998 og ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, X-viðauki grein 9.11. (Atvinnurekstur sem meðhöndlar asbest)
Starfsleyfi mun byggja í grunnatriðum á almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar: Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)
Hér má sjá umsókn um endurnýjað starfsleyfi: umsókn Veitna. Núgildandi leyfi var gefið út í október 2012 og rennur út 22. október 2024. Starfsemin hófst árið 1981.
Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 1. október 2024.
More...
N1 ehf. afgreiðsla eldneytis Grundartanga
Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi N1 ehf. kt: 411003-3370 vegna eldneytisafgreiðslu á lóð járnblendiversmiðju Elkem á Grundartanga, Hvalfjarðarsveit.
Umsókn barst 10. júní 2024 frá fyrirtækinu og sækir Viktor Örn Guðmundsson um leyfið fyrir hönd N1 ehf. Núgildandi leyfi var gefið út 18. júlí 2012 og gildir til 18. júlí 2024.
Í umsókn er sótt um: " Sjálfsafgreiðsla á eldsneyti innan lokaðs svæðis hjá Elkem. 10.000 lítra tvöfaldur olíugeymir með litaðri olíu í steyptri þró. Niðurgrafin sand- og olíuskilja frá Borgarplasti tengd við niðurfall hjá dælu á áfyllingarplani".
Gögn vegna umsóknar: umsókn N1 og tankur, olíuskilja og yfirlitsmynd / teikning .
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi sem nær til afgreiðslu eldneytis. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.
Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi : Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)
Starfsleyfisskilyrði fyrir eldsneytissöluna ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 16. júlí 2024.
Hjólbarðaverkstæði Sólbakka 11 Borgarnesi.
Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir starfsemi hjólbarðaverkstæðis SHG13 ehf. á Sólbakka 11 í Borgarnesi. Kennitala rekstraraðila er 450697-3039.
Umsækjandi fyrir hönd SHG13 er Steinþór Hans Grönfeldt. Heilbrigðisnefnd Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfsemi hjólbarðaverkstæða. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarnir nr. 7/1998.
Umsókn um nýtt starfsleyfi barst þann 17. apríl 2024. Í umsókn er sótt um " hjólbarðaverkstæði ". Samkvæmt upplýsingum frá umsækjanda verður um minni háttar starfsemi að ræða, sem fer fram um kvöld og helgar.
Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Starfsleyfið mun byggja á almennum skilyrðum fyrir mengandi starfsemi, þ.á.m reglugerð nr. 724/2008 um hávaða, sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar. Sjá hér: Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is) og Starfsleyfisskilyrði fyrir hjólbarðaverkstæði.pdf (ust.is)
Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 16. maí 2024.
Grundarfjarðarhöfn - Efnismóttaka vegna landfyllingar.
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands auglýsir leyfi fyrir móttöku landfylllingar-efnis við Grundarfjarðarhöfn.
Umsókn um starfsleyfi fyrir efnismóttöku vegna uppbyggingar landfyllingar við Grundarfjarðarhöfn barst 8. apríl 2024 ásamt greinargerð. Umsækjandi fyrir hönd Grundarfjarðarhafnar, kt: 580169-2609 er Hafsteinn Garðarson, hafnarstjóri,
Í umsókn kemur fram: ¨að Grundarfjarðarhöfn sækir um starfsleyfi til 10 ára fyrir efnismóttöku innan hafnarsvæðis Grundarfjarðar. Efnismóttakan verður nýtt á meðan á framkvæmdum við uppbyggingu landfyllinga á hafnarsvæði stendur skv. aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar. Efnismóttakan verður í byrjun staðsett á eldri lanfyllilngu hafnarinnar en verður færð til út á landfyllinguna eftir því sem hún byggist upp. Stærð efnismóttöku verður u.þ.b 500 m2 að stærð og mun taka að hámakri við 1000 m3 af efni. Gert er ráð fyrir að haugurinn verði færanlegur og staðsetning hans færist út á landfyllinguna eftir því sem hún byggist upp. Sett verður girðing í kringum móttökusvæðið með læstu hliði, aðkomu verður stýrt af umsjónaraðila og ekki verður heimilt að losa óhreint og ónothæft efni. ".
Leyfi fyrir efnismóttökusvæði er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998 og ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, X-viðauki grein 2.6.
Starfsleyfi mun byggja í grunnatriðum á starfsleyfisskilyrðum sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is) ásamt ákvæðum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands
Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 15. maí 2024.
Hér er má finna gögn vegna umsóknarinnar. umsókn efnismóttaka og greinargerð
Orkan Brúartorgi 6 Borgarnesi - Bensínafgreiðsla
Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi Orkunnar IS ehf kt: 680319-0730 vegna eldneytisafgreiðslu að Brúartorgi 6 í Borgarnesi. Umsókn barst 26. mars 2024 frá fyrirtækinu og sækir Sæþór Hallgrímsson um fyrir hönd Orkunnar. Núverandi leyfi var gefið út 25. maí 2012 og gildir til 25. maí 2024.
Í umsókn er sótt um "Bensínstöð-sjálfsafgreiðsla". Gögn vegna umsóknar umsókn og teikningar af búnaði Orkan Teikningar teikning 2
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi sem nær til afgreiðslu eldneytis. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.
Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi : Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)
Starfsleyfisskilyrði fyrir eldsneytissöluna ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 23. apríl 2024.
Jarðborarnir hf. - viðgerð á borholu MS-04 í Hvalfirði
Umsókn um tímabundið starfsleyfi fyrir viðgerð á borholu fyrir heitt vatn, í Hvalfirði barst Heilbrigðiseftirliti Vesturlands þann 22. mars 2024. Umsækjandi er Jarðboranir hf. kt: 590286-1419. Þórir Sveinbjörnsson sækir um fyrir hönd fyrirtækisins.
Í umsókn kemur fram: " Viðgerð á holu MS-04 í Hvalfjarðarsveit. Holan upphaflega boruð 1977. Gert er ráð fyrir að verkið taki um 30-40 daga.
Leyfi fyrir jarðborunum og viðgerð á borholum er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998 og ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.
Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, X-viðauki grein 10.4.
Starfsleyfi mun byggja í grunnatriðum á almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar: Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)
Hér má sjá umsókn um starfsfleyfi og kortmynd af staðsetningu. kort Jarðboranir
Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 22. apríl 2024.