Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Mánudagur, 15 september 2025 13:31

N1 Elínarvegur 3 Akranesi - Ný afgreiðslustöð eldneytis - Auglýsing.

Hér með eru auglýst drög að starfsleyfi fyrir nýja afgreiðslustöð N1 á Akranesi. 

N1 ehf.  kt: 411003-3370 hefur sótt um starfsleyfi fyrir nýja eldneytisafgreiðsulstöð  á Elínarvegi 3 á Akranesi.  Hermann Elí Hreinsson sækir um fyrir hönd rekstraraðila.

Samkvæmt upplýsingum á umsókn er sótt um : “ Sjálfsafgreiðslustð með 2 dælueyjur. Til sölu verður dísel, bensín, litað dísel, rúðuvökvi og Adblue á dælu. Geymar eru niðurgrafnir tvöfaldir geymar og verða niðurföll tengd í sambyggða sand-og olíuskilju."

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi sem nær til afgreiðslu eldneytis. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.

Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi : Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is) og reglugerð um varnir gegn olíumengun frá starfsemi í landi nr. 884/2017.

Starfsleyfisskilyrði fyrir eldsneytissöluna ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Hér má finna gögn málsins :  N1 umsókn og  skýringar vegna búnaðar

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   fyrir 13. október 2025.

Read 37 times
Aðrar greinar í þessum flokki: « Umsögn Heilbrigðisnefndar Vesturlands