Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

Ása Hólmarsdóttir

Ása Hólmarsdóttir

Miðvikudagur, 16 febrúar 2022 15:42

Ístak hf - niðurrif bygginga

Hér með eru auglýst drög að tímabundnu starfsleyfi fyrir niðurrif bygginga (rannsóknarstofa og Dróssbygging) á lóð Norðuráls í Hvalfjarðarsveit.

Umsækjandi er Ístak hf., kt. 430214-1520.

Leyfið er gefið út skv. ákvæðum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengungarvarnir. Um starfsemina gilda starfsleyfisskilyrði fyrir tímabundinn atvinnurekstur vegna niðurrifs húsa og annarra mannvirkja: Niðurrif bygginga Starfsleyfisskilyrði

Tillögu að starfsleyfi vegna niðurrifs bygginga ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum í reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 17. mars n.k. 

 

Hér má sjá tillögu að starfsleyfi: Tillaga að starfsleyfi

Þriðjudagur, 01 febrúar 2022 13:09

Stofnungi ehf Mófellsstaðir Skorradal - Auglýsing.

Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir  starfsemi Stofnunga ehf  á Mófellsstöðum, Skorradal.    Rekstraraðilinn er Stofnungi ehf  kt. 570108-1070.

Heilbrigðisnefnd Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfsemina. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarnir nr. 7/1998.

Umsókn um endurnýjað starfsleyfi barst þann 16. desember 2021.  Umsækjandi f.h Stofnunga ehf er Jakop Hermannsson. Í umsókn er sótt um " kjúklingaeldi fyrir áframeldi allt að 4000 fugla  ".  Um er að ræða starfsemi  á Mófellsstöðum. Með umsókn fylgdi samningur um útmokstur úr eldishúsum og dreifingu skítsins á jörðinnni Hálsum í Skorradal. Þar kemur fram að stærð túna sem notuð eru undir áburðardreifingu eru 110  hkt og að áætlað heildarmagn skíts er að hámarki 30 tonn á ári. Umsækjandi vísar til þess í samningi að við nýtingu og förgun frá eldishúsum að verði farið etir ákvæðum í kafla 2 í  starfsleyfisskilyrðum fyrir alifugla og svínabú. Sjá neðar. 

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Starfsleyfið mun byggja meðal annars á Almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir alifuglabú  sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar. Sjá hér: Starfsleyfisskilyrði fyrir alifugla- og svínabú - Copy (1).pdf (ust.is)

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 1. mars 2022.

Heilbrigðisnefnd getur krafist þess að aðilar í atvinnurekstri sem getur valdið mengun í fráveitu komi fyrir viðunandi hreinsibúnaði á eigið fráveituvatn. Þetta getur átt við almenningsskólpveitur en þó einkum fráveituvatn sem er mengað af olíu eða eiturefnum eða mjög próteinríkt eða fituríkt fráveituvatn frá verksmiðjum eða hvers konar öðrum atvinnurekstri.

Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir  starfsemi Stofnunga ehf  á Hvanneyri, Borgarbyggð.   Rekstraraðilinn er Stofnungi ehf  kt. 570108-1070.

Heilbrigðisnefnd Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfsemina. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarnir nr. 7/1998.

Umsókn um endurnýjað starfsleyfi barst þann 16. desember 2021. Umsækjandi  f.h. Stofnunga ehf er Jakob Hermannsson.   Í umsókn er sótt um " útungunarstöð og kjúklingaeldi fyrir allt að 9000 fugla í áframeldi".  Um er að ræða starfstöð við Fjárhúsaflatir fyrir eldishús fyrir kjúklinga og útungunarstöð á Melabraut 10. Með umsókn fylgdi samningur um útmokstur úr eldishúsum og dreifingu skítsins á jörðinnni Hálsum í Skorradal. Þar kemur fram að stærð túna sem notuð eru undir áburðardreifingu eru 110  hkt og að áætlað heildarmagn skíts er að hámarki 30 tonn á ári. Umsækjandi vísar til þess í samningi að við nýtingu og förgun frá eldishúsum að verði farið etir ákvæðum í kafla 2 í  starfsleyfisskilyrðum fyrir alifugla og svínabú. Sjá neðar. 

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Starfsleyfið mun byggja meðal annars á Almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir alifuglabú  sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar. Sjá hér: Starfsleyfisskilyrði fyrir alifugla- og svínabú - Copy (1).pdf (ust.is)

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 1. mars 2022.

Heilbrigðisnefnd getur krafist þess að aðilar í atvinnurekstri sem getur valdið mengun í fráveitu komi fyrir viðunandi hreinsibúnaði á eigið fráveituvatn. Þetta getur átt við almenningsskólpveitur en þó einkum fráveituvatn sem er mengað af olíu eða eiturefnum eða mjög próteinríkt eða fituríkt fráveituvatn frá verksmiðjum eða hvers konar öðrum atvinnurekstri.

 

Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir " vélaverkstæði og viðgerðir á búnaði skipa"  fyrir Grunn SV ehf,   kt 681019-0300, á Kalmannsvöllum 3 á Akranesi. 

Heilbrigðisnefnd Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfsemina. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarnir nr. 7/1998.

Umsókn um nýtt starfsleyfi barst þann 5. janúar 2022. Í umsókn er sótt um " vélaverkstæði, viðgerðir á búnaði í skip, innflutningur og sala".

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Starfsleyfið mun byggja meðal annars á  Almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi, sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar. Sjá hér: Starfsleyfisskilyrði fyrir bifreiðaverkstæði og skyldan rekstur.pdf (ust.is).

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 23. febrúar 2022.

Heilbrigðisnefnd getur krafist þess að aðilar í atvinnurekstri sem getur valdið mengun í fráveitu komi fyrir viðunandi hreinsibúnaði á eigið fráveituvatn. Þetta getur átt við almenningsskólpveitur en þó einkum fráveituvatn sem er mengað af olíu eða eiturefnum eða mjög próteinríkt eða fituríkt fráveituvatn frá verksmiðjum eða hvers konar öðrum atvinnurekstri.

Föstudagur, 14 janúar 2022 13:45

Skessuhorn - Viðtal við framkvæmdastjórann

Blaðamaður Skessuhorns kom á skrifstofu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands á dögunum og tók nýja framkvæmdastjórann, Þorstein Narfason í viðtal. 

Hér má lesa viðtalið við Þorstein  Skessuhorn 12jan22

Fimmtudagur, 30 desember 2021 10:18

172. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands

Heilbrigðisnefnd Vesturlands hélt 172. fund nefndarinnar  þann 28. desember 2021.

Hér má sjá fundargerðina  172 fundur

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið (UAR) hefur gefið út tímabundna undanþágu vegna hundahalds á sérvöldum gistiherbergjum á  Íslandshótelum hf.  Undanþágan gildir til  15. desember 2023.

Á svæði Heilbrigðiseftirlits Vesturlands er um að ræða Fosshótel í Reykholti, Fosshótel Stykkishólmi og Fosshótel á Hellnum. Í umsókn um undanþágu frá Íslandshótelum kemur fram hvaða gistiherbergi er um að ræða á áðurnefndum hótelum. 

Hér má sjá útgefna undanþágur frá UAR.  Fosshótel Hellnar og Fosshótel Reykholt og Stykkishólmur.

 

Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir viðgerðaraðstöðu verktakans, Skagaverk,  kt 681279-0249, á eigin vélum að Faxabraut 7 á Akranesi.

Heilbrigðisnefnd Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfsemina. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarnir nr. 7/1998.

Umsókn um nýtt starfsleyfi barst þann 15. desember 2021. Í umsókn er sótt um " viðgerðaraðstöðu fyrir eigin vélar" þar sem er almennar viðgerðir á bílum fyrirtækisins er að ræða.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Starfsleyfið mun byggja meðal annars á  Almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi, sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar. Sjá hér: Starfsleyfisskilyrði fyrir bifreiðaverkstæði og skyldan rekstur.pdf (ust.is).

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 13. janúar 2022.

Heilbrigðisnefnd getur krafist þess að aðilar í atvinnurekstri sem getur valdið mengun í fráveitu komi fyrir viðunandi hreinsibúnaði á eigið fráveituvatn. Þetta getur átt við almenningsskólpveitur en þó einkum fráveituvatn sem er mengað af olíu eða eiturefnum eða mjög próteinríkt eða fituríkt fráveituvatn frá verksmiðjum eða hvers konar öðrum atvinnurekstri.

Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir viðgerðaraðstöðu verktakans, Skóflan Vélaleiga hf,  kt 590269-6979, á eigin vélum að Faxabraut 9 á Akranesi.

Heilbrigðisnefnd Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfsemina. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarnir nr. 7/1998.

Umsókn um nýtt starfsleyfi barst þann 15. desember 2021. Í umsókn er sótt um " viðgerðaraðstöðu fyrir eigin vélar" þar sem er almennar viðgerðir á bílum fyrirtækisins er að ræða.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Starfsleyfið mun byggja meðal annars á  Almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi, sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar. Sjá hér: Starfsleyfisskilyrði fyrir bifreiðaverkstæði og skyldan rekstur.pdf (ust.is).

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 13. janúar 2022.

Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir starfsemi bón- og bílaþvottastöðvar að Faxabraut 3 á Akranesi.

Rekstraraðili er Skagabón ehf., kt. 450122-1490. Heilbrigðisnefnd gefur út starfsleyfi fyrir starfseminni skv. ákvæðum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Umsókn um starfsleyfi barst Heilbrigðiseftirliti Vesturlands þann 14. desember 2021, ásamt nánari upplýsingum um reksturinn. Í upphaflegri umsókn var sótt um leyfi fyrir rekstri bón- og þvottastöðvar í húsnæði að Faxabraut 3 og var tillaga að starfsleyfi auglýst á heimasíðu HeV þann 16. desember og er gefinn frestur til 13. janúar 2022 til að gera athugasemdir.

Starfsleyfisskilyrði fyrir rekstrinum byggja m.a. á eftirfarandi sameiginlegum starfsleyfisskilyrðum fyrir bónstöðvar og bílaleigur sem finna má á vefsíðu Umhverfisstofnunar: Starfsleyfisskilyrði fyrir bónstöðvar og bílaleigur.pdf (ust.is).

Tillögu að starfsleyfi fyrir bón- og bílaþvottastöð ber að auglýsa í 4 vikur á vefsvæði Heilbrigðiseftirlitsins, skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 13. janúar 2022. 

Page 7 of 17