Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Föstudagur, 23 júní 2023 13:05

Íslensk bláskel og sjávargróður ehf. - endurnýjun starfsleyfis

Hér með er auglýst tillaga að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi Íslenskrar bláskeljar og sjávargróðurs ehf. í Stykksihólmi vegna mengunarvarna.

Tilkynning um breytingu á starfsleyfi barst þann 2. júní 2023. Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Símon Sturluson. Núgildandi leyfi gildir til 4. apríl 2024.

Hér má sjá umsóknina: Tilkynning um breytingu

Starfsleyfið er gefið út í samræmi við lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, IV viðauka. Starfsemin fellur jafnframt undir reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, viðauka X, lið 4.15.: Önnur sambærileg starfsemi með vinnslu og úrvinnslu á efnum úr jurta- og dýraríkinu, 5.5. vinnsla fisks og annarra sjávarafurða, önnur en í viðauka I.

Hér má sjá drög að starfsleyfi með starfsleyfisskilyrðum: tillaga

Í tillögu að endurnýjuðu starfsleyfi hefur takmörkun á vinnslumagni (liður 1.3.) verið tekinn út, þar sem Matvælastofnun gefur út leyfi fyrir framleiðslumagni og hefur eftirlit með starfseminni í samræmi við matvælalög. 

Tillögu að starfsleyfi fyrir starfseminni ber að auglýsa í 4 vikur á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 22. júlí 2023.

Read 514 times