Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Þriðjudagur, 20 júní 2023 08:35

Íslenska gámafélagið - Móttökustöð í Búðardal og sorphirða

Hér með eru auglýst drög að starfsleyfi fyrir starfsemi Íslenska gámafélagsins ehf., kt. 470596-2289 á sorphirðu og rekstri gámastöðvar að Vesturbraut 22 í Búðardal. 

Umsókn um starfsleyfi barst 5. apríl 2023. Í umsókn er sótt um starfsleyfi fyrir sorphirðu og rekstri móttökustöðvar. Umsóknina má sjá hér.

Starfsleyfi fyrir rekstri móttökustöðvar fyrir úrgang og flutning á úrgangi er gefið út skv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Um starfsemina gilda m.a. almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi eins og við á: Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)

Jafnframt gilda samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir móttökustöðvar vegna ökutækja sem áformað er að farga. Skilyrðin má sjá í meðfylgjandi hlekk: Starfsleyfisskilyrði fyrir móttökustöðvar ökutækja.pdf 

Tillögu að starfsleyfi gámastöðvarinnar ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Hér má sjá tillögu að nýju starfsleyfi Íslenska gámafélagið Búðardal, tillaga í auglýsingu

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 19. júlí 2023.

Read 565 times