Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Miðvikudagur, 17 maí 2023 09:29

Olís Stykkishólmi - ÓB eldneytisafgreiðsla - Auglýsing.

Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi Olís ehf  vegna eldneytisafgreiðslu að Aðalgötu 25 í Stykkishólmi.. Umsókn barst þann 16. maí 2023  frá Olís ehf  kt: 500269-3249. Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Heiða Óladóttir.  Núverandi leyfi var gefið út 29. júlí 2011 og gildir til 29. júlí 2023.

Í umsókn er sótt um "sjálfafgreiðslustöð með eldsneyti".  Gögn vegna umsóknar.: Stykkishólmur Umsókn og Stykkishólmur greinargerð og afstöðumynd og olíuskilja

 Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gefur út starfsleyfi sem nær til afgreiðslu eldneytis. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.

Fram kemur í umsókn að þrír neðanjarðar tvöfaldir stálgeymar séu við stöðina (40 þúsund lítrar x2 og 10 þúsund litra) og eru smíðaðir árið 2013.  Allir tankar voru endurnýjaðir 2015 og settir niður tvöfaldir tankar frá CGH.    Hjá ÓB Stykkishólmi er selt dísel, lituð dísel og bensín.

Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi : Almenn starfsleyfisskilyrði fyrir mengandi starfsemi.pdf (ust.is)

Starfsleyfisskilyrði fyrir eldsneytissöluna ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   fyrir 14. júní 2023

Read 419 times