Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Þriðjudagur, 27 júní 2023 09:02

Gyltubúið Hýrumel ehf. - Nýtt starfsleyfi

Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir starfsemi Gyltubúsins Hýrumel ehf. á svínabúi sem staðsett er á Hýrumel í Borgarbyggð. Fyrra leyfi var gefið út 29. júní 2011 og gilti til 29. júni 2023. Leyfið var yfirfært á nýjan rekstraraðila þann 17. maí 2022.

Tillaga að starfsleyfi: Starfsleyfi

Umsókn um endurnýjun starfsleyfis barst 26. júní 2023. Umsækjandi f.h. fyrirtækisins er Geir Gunnar Geirsson. 

Samkvæmt upplýsingum á umsókn er sótt um um leyfi fyrir: ,,Gyltubú með stæði fyrir 600 gyltur og 1.650 aligrísi yfir 30kg". Umsóknina má sjá hér: Umsókn

Núgildandi leyfi gildir frá 29. júní 2011 til 29. júní 2023. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands stefnir á að gefa út leyfi til 12 ára í samræmi við landnotkun á landbúnaðarsvæði í Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.

Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.

Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir alifugla- og svínabú starfsleyfisskilyrði. Um starfsemina gildir einnig reglugerð nr. 520/2015 um eldishús alifugla, loðdýra og svína. 

 

Tillögu að starfsleyfi ber að auglýsa í 4 vikur á heimasíðu Heilbrigðiseftirlitsins, skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 26. júlí 2023.

Read 601 times