Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Þriðjudagur, 06 apríl 2021 13:59

Þróttur ehf, Flutningur á menguðum jarðvegi - Auglýsing um tímabundið leyfi

Hér með eru auglýst drög að tímabundu starfsleyfi fyrir Þrótt ehf  vegna flutnings á menguðum jarðvegi / jarðvegi með óvirkt spilliefni frá aðstöðu Terra á Akranesi á sorpurðunarsvæði í Álfsnesi. 

 Leyfið er gefið út skv.  lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998. laga um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003,  reglugerðar nr. 1040/2016 um skrá yfir úrgangs og mat á hættulegum eiginleikum úrgangs  og reglugerðar nr.  550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Umsókn um starfsleyfi barst þann 6. apríl 2021. Umsækjandi fyrir hönd Þróttar ehf er Fannar Freyr Helgason. 

Ástæða umsóknar er óhapp sem varð við flutning á riðusmituðu sauðfé  þann 18. mars s.l. Sjá frétt á vefsvæði Matvælastofnunar.: Óhapp við flutning hræja til brennslu vegna riðu | Matvælastofnun (mast.is)

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.

Hér má finna drög að starfleyfi með starfsleyfisskilyrðum ásamt greinargerð. Þróttur ehf Flutningur Drög

Athugasemdir skulu berast á  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 4. maí  2021.

Read 1010 times