Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Föstudagur, 26 mars 2021 14:52

Skotæfingasvæði við Akrafjall - Skotfélag Akraness - Auglýsing

 Hér með eru auglýst drög að starfsleyfi fyrir skotæfingasvæði Skotfélags Akraness  sem staðsett er  við norðanvert Akrafjall, á landispildu úr landi Óss. 

Umsókn um starfsleyfi vegna skotsvæðis barst þann 4. mars 2020. " Sótt er um „æfingasvæði skotfélags. Rekstur skotíþróttavalla- og æfingasvæðis ólympískra íþróttagreina. „  Í umsókn kemur fram að starfsemin hófst árið 1995.

Upphaflega var gefið út starfsleyfi fyrir svæðið árið 2003 og endurnýjað til eins árs í september 2019.

Landspilda sem skotæfingasvæðið er á er  úr landi Óss í Hvalfjarðarsveit.  Akraneskaupsstaður á landspilduna.  Á Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008 til 2020 er landsvæðið merkt sem „opið svæði til sérstakra nota“ og í greinargerð skipulags sem „ skotfimisvæði úr landi Óss“. Merkt O33 á uppdrætti.  Skotæfingasvæðið er staðsett við rætur Akrafjalls. Í nágrenni við það eru gönguleiðir upp á fjallið, skógræktarsvæði með útivistarstígum og reiðvegur.

Heilbrigðisnefnd hefur beðið eftir að landeigandi deiliskipuleggði svæðið frá því umsókn barst en af því hefur ekki orðið. Starfsleyfisumsóknin  hefur verið til umræðu á nokkrum fundum Heilbrigðisnefndar Vesturlands síðasta árið og að lokum samþykkt á fundi þann 10. febrúar s.l að auglýsa drög að leyfi sem gilda á í  4 ár. 

 Leyfið  verður gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998. 

Starfsleyfisskilyrði fyrir skotfæfingasvæði ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 23. apríl 2021.

Hér má sjá drög starfsleyfis ásamt greinargerð með umsókn frá Skotfélagi Akraness Skotfélag Akraness .

Read 1283 times