Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

Ása Hólmarsdóttir

Ása Hólmarsdóttir

 

Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi Blikkverk sf á Dalbraut 2 á Akranesi. 

HeV gefur út starfsleyfi fyrir starfsemi blikksmiðja.  Leyfið er gefið út skv.  lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.

Umsókn um endurnýjað starfsleyfi barst þann 30. október 2020. Starfsemi hóft upphaflega árið 1988 á sama stað. 

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 2. desember  2020.

Hér er hægt að sjá starfsleyfistillöguna Blikkverk drög 

 

Föstudagur, 30 október 2020 15:57

163. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands

163. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands var haldinn þann 20. október s.l. 

Á fundinum  var meðal annars  nýr framkvæmdastjóri HeV, Þorsteinn Narfason, boðinn velkominn til starfa, samþykkt tillaga að  fjárhagsáætlun 2021 og ný gjaldskrá HeV  samþykkt.

Hér er hægt að sjá fundargerðina:  163 fundur

 Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi Bíla og Dekkja ehf,  Akursbraut 11a á Akranesi.

HeV gefur út starfsleyfi fyrir starfsemi bíla-sprautu - og hjólbarðaverkstæðis. Leyfið er gefið út skv.  lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.

Umsókn um endurnýjað starfsleyfi barst 29. september s.l. Starfsemi hófst upphaflega þann 11. júí 2008. Fyrra leyfi rann út í júlí 2020.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 31. október  2020.

Starfsleyfistillaga Bílar og Dekk ehf

Breytt 6. október 2020:

HeV féll frá ákvörðun um auglýsingu á starfsleyfi fyrir neðangreinda starfsemi Þrótts ehf á grunni reglugerðar nr. 705/2009. Ekki er um eiginlega meðhöndlun asbest að ræða heldur aðeins að rörin eru fjarlægð og flutt til urðunar. 

Tímabundið leyfi fyrir fjarlægingunni á asbeströrum  hefur verið gefið út og gildir til 5. desember 2020.

 

(  Atvinnurekstur sem meðhöndlar asbest- Þróttur ehf., 

Hér með eru auglýst drög að tímabundnu starfsleyfi fyrir starfsemi Þróttar ehf við meðhöndlun á asbest hitaveiturörum, þ.e leyfi fyrir að fjarlægja rörin og koma þeim til förgunar á viðurkenndum urðunarstað.  Um er að ræða hitaveiturör úr fyrrum lagnaæð Veitna ohf í landi  Litlu Fellsaxlar og Kjalardals í Hvalfjarðarsveit.

HeV gefur út meðfylgjandi starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem meðhöndlunar á asbest skv reglugerð nr. 705/2009. Leyfið er gefið út skv.  og lögum um hollustuhætti og mengungarvarnir nr. 7/1998.

Starfsleyfisskilyrði fyrir atvinnurekstur sem meðhöndlar asbest  ber að auglýsa í minnst 4 vikur á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, www.hev.is, skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018  ( viðauki X, 9.11. ) um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit.

Þróttur ehf - Tillaga að starfsleyfi    Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skal senda skriflegar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 22. október n.k.  ) 

 

 

 

 

Meðfylgjandi er auglýst eftir athugasemdum við tillögu að endurnýjuðu starfsleyfi starfsemi Íslenska Gámafélagsins við Flugvallarveg 20 í Stykkishólmi. 

Starfsleyfið er fyrir sorphirðu, almenna gámaþjónustu, umhleðslu á úrgangi og jarðgerð.

Starfsleyfistillagan er auglýst í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skal senda skriflegar inn á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 29. september 2020.

Íslenska gámafélagið Stykkishólmi 

Fimmtudagur, 20 ágúst 2020 15:53

Akbrautin ehf Dalbraut 16 Starfsleyfistillaga

Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir starfsemi Akbrautar ehf á Dalbraut 16 á Akranesi.

HeV gefur út starfsleyfi fyrir starfsemi bílasprautunar- og réttingaverkstæðis. Leyfið er gefið út skv.  lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 18. september 2020.

Starfsleyfistillaga: Akbraut ehf

 

 

 

 

Miðvikudagur, 22 júlí 2020 13:59

Fundur hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands, nr. 162.

 Heilbrigðisnefnd Vesturlands hélt fund nr. 162  þann 17. júlí s.l. 

Á fundinum var m.a  kjörinn nýr formaður nefndarinnar, Karitas Jónsdóttir frá Akranesi í stað Ólafs Adolfssonar sem lét af störfum fyrir nefndina á síðasta fundi. 

Hér má finna fundargerðina. fundargerð 162

 

HeV auglýsir tímabundið leyfi fyrir brennu í landi Geldingarár í Hvalfjarðarsveit sem fara á fram að kvöldi  hins 14. ágúst n.k. 

Auglýst er í samræmi við reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og menungarvarnareftirlit. Athugasemdarfrestur er til kl 12 föstudaginn 14. ágúst n.k og skulu athugasemdir berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Drög að tímabundu leyfi fyrir starfsemina má finna hér.  brennuleyfi

 

Mánudagur, 08 júní 2020 16:27

161. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands

Heilbrigðisnefnd Vesturlands kom saman til fundar í Stykkishólmi þann 27. maí s.l.

Hér má finna fundargerðina. 161. fundur

Þriðjudagur, 12 maí 2020 11:06

Olís Esjubraut, Akranes - Bensínafgreiðsla

 

Hér með eru auglýst drög að endurnýjaðu starfsleyfi fyrir starfsemi Olís á Esjubraut 45 á Akranesi.

HeV gefur út starfsleyfi sem nær til bensínafgreiðslu, verslunar og veitingareksturs. Leyfið er gefið út skv. lögum um matvæli nr 93/1995 og lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998. Núgildandi leyfi rennur út 10. júní n.k.

Starfsleyfisskilyrði fyrir bensínafgreiðslustöðina ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 10. júní 2020.

Starfsleyfi Olís Esjubraut

Page 16 of 18