Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

Ása Hólmarsdóttir

Ása Hólmarsdóttir

 

Meðfylgjandi er auglýst eftir athugasemdum við tillögu að endurnýjuðu starfsleyfi starfsemi Íslenska Gámafélagsins við Flugvallarveg 20 í Stykkishólmi. 

Starfsleyfið er fyrir sorphirðu, almenna gámaþjónustu, umhleðslu á úrgangi og jarðgerð.

Starfsleyfistillagan er auglýst í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skal senda skriflegar inn á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 29. september 2020.

Íslenska gámafélagið Stykkishólmi 

Fimmtudagur, 20 ágúst 2020 15:53

Akbrautin ehf Dalbraut 16 Starfsleyfistillaga

Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir starfsemi Akbrautar ehf á Dalbraut 16 á Akranesi.

HeV gefur út starfsleyfi fyrir starfsemi bílasprautunar- og réttingaverkstæðis. Leyfið er gefið út skv.  lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 18. september 2020.

Starfsleyfistillaga: Akbraut ehf

 

 

 

 

Miðvikudagur, 22 júlí 2020 13:59

Fundur hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands, nr. 162.

 Heilbrigðisnefnd Vesturlands hélt fund nr. 162  þann 17. júlí s.l. 

Á fundinum var m.a  kjörinn nýr formaður nefndarinnar, Karitas Jónsdóttir frá Akranesi í stað Ólafs Adolfssonar sem lét af störfum fyrir nefndina á síðasta fundi. 

Hér má finna fundargerðina. fundargerð 162

 

HeV auglýsir tímabundið leyfi fyrir brennu í landi Geldingarár í Hvalfjarðarsveit sem fara á fram að kvöldi  hins 14. ágúst n.k. 

Auglýst er í samræmi við reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og menungarvarnareftirlit. Athugasemdarfrestur er til kl 12 föstudaginn 14. ágúst n.k og skulu athugasemdir berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Drög að tímabundu leyfi fyrir starfsemina má finna hér.  brennuleyfi

 

Mánudagur, 08 júní 2020 16:27

161. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands

Heilbrigðisnefnd Vesturlands kom saman til fundar í Stykkishólmi þann 27. maí s.l.

Hér má finna fundargerðina. 161. fundur

Þriðjudagur, 12 maí 2020 11:06

Olís Esjubraut, Akranes - Bensínafgreiðsla

 

Hér með eru auglýst drög að endurnýjaðu starfsleyfi fyrir starfsemi Olís á Esjubraut 45 á Akranesi.

HeV gefur út starfsleyfi sem nær til bensínafgreiðslu, verslunar og veitingareksturs. Leyfið er gefið út skv. lögum um matvæli nr 93/1995 og lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998. Núgildandi leyfi rennur út 10. júní n.k.

Starfsleyfisskilyrði fyrir bensínafgreiðslustöðina ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 10. júní 2020.

Starfsleyfi Olís Esjubraut

Mánudagur, 05 nóvember 2018 14:11

Ný Heilbrigðisnefnd Vesturlands 2018-2022

 

Fyrsti fundur nýrrar Heilbrigðisnefndar Vesturlands fyrir kjörtímabilið 2018 - 2022, var haldinn í Melahverfi mánudaginn 29. október s.l.

Í nýrri nefnd eru Ólafur Adolfsson Akranesi, formaður,  Auður Kjartansdóttir Snæfellsbæ, varaformaður, Brynja Þorbjörnsdóttir Hvalfjarðarsveit, Jakob Björgvin Jakobsson Stykkishólmi, Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Borgarbyggð, Ragnhildur Sigurðardóttir fulltrúi náttúruverndarnefnda á Vesturlandi og Trausti Gylfason fulltrúi samtaka atvinnulífsins.

Hér má lesa fundargerð frá fundinum 152. fundur

 

 

Þriðjudagur, 25 september 2018 13:51

Síðasti fundur heilbrigðisnefndar 2014 -2018.

 

Á myndinni er fráfarandi Heilbrigðisnefnd Vesturlands 2014-2018. Frá vinstri: Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður Akranesi, Trausti Gylfason fulltrúi Samtaka Atvinnulífsins,  Eyþór Garðarsson Grundarfirði, Ragnhildur Sigurðardóttir fulltrúi náttúrverndarnefnda, Hulda Hrönn Sigurðardóttir Borgarbyggð og Sigrún Guðmundsdóttir Snæfellsbæ.  Á myndina vantar Brynju Þorbjörnsdóttur, Hvalfjarðarsveit.

 

Þann 10. september s.l var haldinn síðasti fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands fyrir kjörtímabilið 2014-2018. Fundurinn var haldinn í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar í Melahverfi og fundargerðina má lesa hér.  151. fundur

Að loknum fundi þakkaði Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður, nefndarmönnum og starfsmönnum HeV fyrir samstarfið.

Næsti fundur verður haldinn í október með nýrri heilbrigðisnefnd en sveitarfélögin á Vesturlandi kusu í nefndina á haustþingi  SSV  sem haldið var á Bifröst 21. september s.l.

 

 

 

 

Föstudagur, 03 ágúst 2018 14:10

150. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

Heilbrigðisnefnd Vesturlands hélt sinn 150. fund þann 9. júlí s.l í Kraumu við Deildartungu.

Hér er fundargerð fundarins. 150. fundur

Stefnt er að næsta fundi nefndarinnar mánudaginn 3. september og verður það síðasti fundur núverandi nefndarmanna. Ný heilbrigðisnefnd verður síðan kosin á haustþingi SSV sem fyrirhugað er 20.- 21. september n.k.

 

Fimmtudagur, 07 júní 2018 15:24

149. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands

Mánudaginn 28. maí s.l var haldinn  149. fundur hjá Heilbrigðisnefnd Vesturlands. Fundurinn var haldinn í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar á Innrimel, Melahverfi.

Fundargerðina má sjá hér.

149. fundargerð

Page 16 of 17