Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Föstudagur, 18 febrúar 2022 09:37

Íslenska Kvikmyndasamsteypan ehf. - Brenna vegna kvikmyndaverkefnis

Hér með eru auglýst drög að tímabundnu starfsleyfi fyrir brennu á jörðinni Káranesi í Kjósarhreppi. Um er að ræða brennu vegna kvikmyndaverkefnis, þar sem kveikt verður í frístundahúsi.

Umsækjandi er fyrirtækið Íslenska Kvikmyndasamsteypan ehf., kt. 561110-0850. Stefnt er að því að brennan verði  síðla sumars eða í byrjun september. Leyfi mun gilda til 15. september 2022.

Leyfið er gefið út skv. ákvæðum laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengungarvarnir. Um starfsemina gilda eins og við á samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir brennur: Samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir brennur

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands gerir þá kröfu um að allt byggingarefni annað en timbur verði hreinsað út úr húsinu áður en brenna hefst, þar sem því verður við komið.

 

Tillögu að starfsleyfi vegna brennu ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum í reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á netfang Heilbrigðiseftirlits Vesturlands This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 19. mars n.k. 

 

Hér má sjá umsókn um starfsleyfi: Umsókn ÍK brenna

Hér má sjá tillögu að starfsleyfi: Tillaga að starfsleyfi

Read 679 times