Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Fimmtudagur, 16 desember 2021 11:35

Skagaverk - Viðgerðaraðstaða á eigin vélum - Faxabraut 7 á Akranesi

Hér með eru auglýst drög að nýju starfsleyfi fyrir viðgerðaraðstöðu verktakans, Skagaverk,  kt 681279-0249, á eigin vélum að Faxabraut 7 á Akranesi.

Heilbrigðisnefnd Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfsemina. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarnir nr. 7/1998.

Umsókn um nýtt starfsleyfi barst þann 15. desember 2021. Í umsókn er sótt um " viðgerðaraðstöðu fyrir eigin vélar" þar sem er almennar viðgerðir á bílum fyrirtækisins er að ræða.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Starfsleyfið mun byggja meðal annars á  Almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir mengandi starfsemi, sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar. Sjá hér: Starfsleyfisskilyrði fyrir bifreiðaverkstæði og skyldan rekstur.pdf (ust.is).

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir 13. janúar 2022.

Heilbrigðisnefnd getur krafist þess að aðilar í atvinnurekstri sem getur valdið mengun í fráveitu komi fyrir viðunandi hreinsibúnaði á eigið fráveituvatn. Þetta getur átt við almenningsskólpveitur en þó einkum fráveituvatn sem er mengað af olíu eða eiturefnum eða mjög próteinríkt eða fituríkt fráveituvatn frá verksmiðjum eða hvers konar öðrum atvinnurekstri.

Read 680 times