Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Mánudagur, 04 október 2021 11:40

Grímsstaðir - Lítið sláturhús - fráveita

Hér með eru auglýst drög að starfsleyfi fyrir starfsemi lítils sláturhúss á Grímsstöðum Reykholtsdal.  Rekstraraðili er Grímsstaðaket kt. 560419-0310. 

Heilbrigðisnefnd Vesturlands gefur út starfsleyfi fyrir starfsemi  sláturhúss önnur en þau sem koma fram í viðauka I. í reglugerð 550/2018. Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarnir nr. 7/1998.

Umsókn um  starfsleyfi barst þann 4. október 2021.  Í umsókn er sótt um " lítið sláturhús þar sem áætlað er að slátra um 60 gripum á viku".  Með umsókn fylgdi greinargerð vegna starfseminnar og teikning af húsnæðinu.  Í greinargerð kemur m.a fram að blóði frá slátrun sé safnað í lokuð ílát og fargað á urðnarstaðnum Fíflholti. Úrgangur og aukaafurðir er flokkuð í 3 flokka  og safnað í lekaheld kör sem dýraleifabíll frá sveitarfélaginu sækir og fer með í Fíflholt. Lagnir frá sláturhúsinu tengjast inn á lagnir nýrrar kjötvinnslu á staðnum sem síðan enda í rotþró á staðnum.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Starfsleyfið mun byggja á skilyrðum fyrir sláturhús og kjötvinnslu sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar. Sjá hér: Starfsleyfisskilyrði fyrir sláturhús og kjötvinnslu.pdf (ust.is)

Athugasemdir skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir  1. nóvember 2021. 

Read 902 times