Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Föstudagur, 19 mars 2021 09:13

Reykjabúið ehf Fögrubrekku Hvalfjarðarsveit - Auglýsing

Hér með eru auglýst drög að starfsleyfi til tveggja ára fyrir rekstur kjúklingabúsins  á Fögrubrekku í Hvalfjarðarsveit. 

Leyfi fyrir alifuglabú er gefið út skv.  lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998, ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit og ákvæðum reglugerðar nr. 520/2015 um eldishús alifugla, loðdýra og svína. 

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit,

Umsókn um starfsleyfi barst þann 16. mars s.l. Umsækjandi er Reykjabúið ehf, kt. 581187-2549.

Samkvæmt umsókn eru alls.."  27000 stæði fyrir kjúkling. Magn kjúklingaskíts sem fellur til er metið um 170 tonn á ári. Notaður á tún og við endurræktun þeirra... "   Með umsókninni fylgdu samningar um notkun á skít frá búinu á nágrannatún Fögrubrekku og kort af landi þar sem gert er ráð fyrir að kjúklingaskítur sé notaður á. 

Starfsleyfið fyrir kjúklingabúið á Fögrubrekku mun byggja á samræmdum starfsleyfsiskilyrðum sem gefin hafa verið út af Umhverfisstofnun.

Hér má finna umsókn Reykjabúsins ehf, samningum um notkun á skít og kort af landi til dreifingar. Umsókn Reykjabúið Fögrubrekkusamningur um dreifingu á skít og Kort af landi fyrir dreifingu

 

Athugasemdir vegna starfsleyfis skulu berast á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 16. april 2021.

 

 

Read 1188 times