Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Föstudagur, 12 maí 2023 13:34

Hvalur hf. Litla Sandi - Vinnsla hvalaafurða - Auglýsing

Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi Hvals hf. á Litla Sandi í Hvalfjarðarsveit vegna mengunarvarna.

Umsókn um endurnýjun barst þann 29. mars 2023. Umsækjandi er Hvalur hf.  kennitala: 650169-6549. Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Kristján Loftsson. Umsókn er unnin af verkfræðistofunni Eflu.

Samkvæmt upplýsingum á umsókn er sótt um "vinnslu á hvalaafurðum."

Núgildandi leyfi gilti  til 1. maí 2023. 

Starfsleyfið er gefið út í samræmi við lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, IV viðauka. Starfsemin fellur jafnframt undir reglugerð nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, viðauka X, lið 4.12: Framleiðsla á mjöli og feiti úr sláturúrgangi, 4.13 Fitu- og lýsisvinnsla og 5.2 kjötvinnsla önnur en í viðauka I. Starfsleyfið mun gilda fyrir allt að 20 þúsund persónueiningum frá vinnsluhluta fráveitunnar. 

Hér má sjá drög að starfsleyfi með starfsleyfisskilyrðum. Hvalur hf Drög

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemi Hvals hef ber að auglýsa í minnst 4 vikur skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á neffangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 9. júní 2023.

Read 1789 times