Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Fimmtudagur, 16 mars 2023 10:25

Reykjabúið kjúklingaeldi - Fögrubrekku Hvalfjarðarsveit- Auglýsing

Hér með eru auglýst drög að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir starfsemi Reykjabúsins ehf. á kjúklingaeldi sem staðsett er á Fögrubrekku í Hvalfjarðarsveit. 

Umsókn barst þann 14. mars 2023. Umsækjandi er Reykjabúið ehf,  kennitala: 581187-2549. Umsækjandi fyrir hönd fyrirtækisins er Jón Magnús Jónsson. 

Samkvæmt upplýsingum á umsókn er sótt um kjúklingaeldi : " landbúnaður, engar breytingar á rekstri um all langt skeið. Bú undir 40.000 stæðum ". 

Núgildandi leyfi gildir frá 5. maí 2021  til 5. maí 2023. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands stefnir á að gefa út leyfi til 12 ára í samræmi við landnotkun á landbúnaðarsvæði Fögrubrekku í  Aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020 -2032.

Leyfið er gefið út skv. lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998.

Starfsleyfisskilyrði munu byggja á efirfarandi almennum starfsleyfisskilyrðum fyrir alifugla- og svínabú : Starfsleyfisskilyrði fyrir alifugla- og svínabú - 

Tillögu að starfsleyfi ber að auglýsa í 4 vikur á heimasíðu Heilbrigðiseftirlitsins, skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. 

Um starfsemina gildir einnig reglugerð nr. 520/2015 um eldishús alifugla, loðdýra og svína. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.   fyrir 13. apríl 2023. 

Read 380 times