Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

Miðvikudagur, 10 febrúar 2021 15:28

Kúludalsá - Náma í Hólabrú - Auglýsing

Hér með eru auglýst drög að starfsleyfi fyrir malarnámu í Hólabrú í landi Kúludalsár í Hvalfjarðarsveit. 

 Leyfi fyrir malarnámur er gefið út skv.  lögum um hollustuhætti og mengungarvarna nr. 7/1998 og ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit. 

Umsókn um starfsleyfi barst þann 22. desember 2020. Umsækjandi er landeigandi, Ragnheiður Þorgrímsdóttir. Samningur hefur verið gerður við verktaka vegna efnistöku úr námunni. Samkvæmt upplýsingum á uppdrætti er stefnt að því að vinna 4000 til 10000 m3 af malarefni á ári á vinnslusvæði sem er um 2.5 hektari.  Leyfi var áður gefið út vegna malarnámu árið 2008.

Starfsleyfisskilyrði fyrir starfsemina ber að auglýsa í minnst 4 vikur  skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018, um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlit, X-viðauki grein 2.6. 

Starfsleyfi mun byggja í grunnatriðum á starfsleyfisskilyrðum sem sjá má á vef Umhverfisstofnunar ásamt sér ákvæðum frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands: Stórar námur Hólabrú Kúludalsá

"Sértækur texti Heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna starfsleyfis fyrir Kúludalsá.

3.10 Frágangi á þeim hluta námunnar sem telst fullnýtt og ófrágengið svæði sjá viðauka með starfsleyfi þessu skal lokið í samræmi við gr. 3,4  í árslok 2021, efni af yfirborði skal nýtt til að þekja svæðið. Frágangur skal vera samhliða því er svæði telst fullnýtt. Frágangur skal vera í samræmi við leiðeiningar skipulagsyfirfalda. "

Athugasemdir skulu berast á  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 10. mars 2021.

Hér er lóðaruppdráttur af malarnámunni ásamt upplýsingum sem tengjast henni. Kúludalsá Hólabrú uppdráttur.

 

Read 1000 times Last modified on Föstudagur, 19 mars 2021 11:40