Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

Föstudagur, 29 janúar 2021 15:29

Brim hf á Akranesi - Breytt útfærsla fráveitu.

 

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands auglýsir eftir athugasemdum við umsókn um breytt  starfsleyfi fyrir starfsemi  Brims hf á Akranesi vegna loðnuhrognavinnslu á Hafnarbraut 3. Breytingin felst í stórum dráttum í því að búið er að gera nýja frárennslislögn frá húsnæði fyrirtækisins á Hafnarbraut 3 (Heimaskagahús) sem tengist núverandi fráveitulögn fiskimjölsverksmiðju sem liggur út fyrir  Heimaskagakletta og út í sjó.

Starfsleyfistillagan er auglýst í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skal senda skriflegar inn á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 26. febrúar 2021.

Hér má finna gögn vegna umsóknarinnar um breytta útfærslu fráveitunnar,  þ.e kort af svæðinu, umsókn frá fyrirtækinu frá 28. janúar 2021, starfsleyfi sem gefið var út í janúar 2020 og samantekt í texta um breytt ákvæði starfsleyfis. 

umsókn Brims hf 28.01.2021

Starfsleyfi Brims hf Akranesi frá janúar 2020 

Breytingar á starfsleyfi 

Read 648 times Last modified on Föstudagur, 29 janúar 2021 15:59