Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

Þriðjudagur, 25 september 2018 13:51

Síðasti fundur heilbrigðisnefndar 2014 -2018.

Heilbrigðisnefnd Vesturlands 2014 -2018 Heilbrigðisnefnd Vesturlands 2014 -2018 .

 

Á myndinni er fráfarandi Heilbrigðisnefnd Vesturlands 2014-2018. Frá vinstri: Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður Akranesi, Trausti Gylfason fulltrúi Samtaka Atvinnulífsins,  Eyþór Garðarsson Grundarfirði, Ragnhildur Sigurðardóttir fulltrúi náttúrverndarnefnda, Hulda Hrönn Sigurðardóttir Borgarbyggð og Sigrún Guðmundsdóttir Snæfellsbæ.  Á myndina vantar Brynju Þorbjörnsdóttur, Hvalfjarðarsveit.

 

Þann 10. september s.l var haldinn síðasti fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands fyrir kjörtímabilið 2014-2018. Fundurinn var haldinn í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar í Melahverfi og fundargerðina má lesa hér.  151. fundur

Að loknum fundi þakkaði Ingibjörg Valdimarsdóttir formaður, nefndarmönnum og starfsmönnum HeV fyrir samstarfið.

Næsti fundur verður haldinn í október með nýrri heilbrigðisnefnd en sveitarfélögin á Vesturlandi kusu í nefndina á haustþingi  SSV  sem haldið var á Bifröst 21. september s.l.