Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Númerslausar bifreiðar og lóðahreinsanir - Ferill máls

Númerslausar bifreiðar og lóðahreinsun.   

Á fundi Heilbrigðisnefndar Vesturlands þann 7.mars 2022  var kynnt nýtt fyrirkomulag vegna álímingu á númerslausar bifreiðar og vegna lóðahreinsana. Fyrirkomulagið er í samræmi við ákvæði í  reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002 og  í reglugerð um meðhöndlun úrgangs nr. 737/2003. 

Í reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti m.s.br. kemur fram í 18. gr, 1. mgr.: ,,Eigandi eða umráðamaður húss eða mannvirkis skal halda eigninni hreinni og snyrtilegri ásamt tilheyrandi lóð og girðingum, þannig að ekki valdi öðrum ónæði“. Í 20. gr. 1. mgr. kemur jafnframt fram: ,,Bannað er að skilja eftir, flytja, dreifa eða geyma hluti, búnað eða tæki á þann hátt að valdið geti skaða, mengun eða lýti á umhverfinu. Þetta gildir jafnt um smærri sem stærri hluti“ og í 21. gr. segir ,,Heilbrigðisnefnd er heimilt að láta fjarlægja lausamuni, númerslausar bifreiðar, bílflök og sambærilega hluti á almannafæri að undangenginni viðvörun, svo sem með álímingarmiða með aðvörunarorðum“. 

Heimild fyrir ákvörðun um lóðahreinsun og/eða að láta fjarlægja númerslausar bifreiðar eða bílflök

17. gr. reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs, með síðari breytingum:

,,Umráðamönnum lóða er skylt að halda þeim hreinum og snyrtilegum.
Heilbrigðisnefnd hefur eftirlit með almennum þrifnaði og hreinlæti utanhúss og hlutast til um að fram fari eftir þörfum almenn hreinsun lóða og lendna í þrifnaðarskyni.
Nefndin getur krafist lagfæringa og viðgerða á lóðum, girðingum og mannvirkjum, ef nauðsynlegt þykir til þrifnaðar eða ef ástand þeirra er til lýta fyrir umhverfið.
Nefndinni er heimilt að fyrirskipa hreinsun lóða og lendna og ef sérstök ástæða er til niðurrif húsa og girðinga í niðurníðslu.
Heilbrigðisnefnd er heimilt að láta fjarlægja númerslausar bifreiðar og bílflök og sambærilega hluti að undangenginni viðvörun, t.d. með álímingarmiða með aðvörunarorðum.
Heilbrigðisnefnd getur látið hreinsa einkalóðir á kostnað eigenda telji nefndin þess þörf vegna mengunar og óhollustu
“.

Hér má sjá útgefnar  leiðbeiningar um feril máls er varðar álímingar á númerslausar bifreiðar og tilkynningu um málsmeðferð. (  Ferill álíminga bílar og lóðir  með mynd af miðum)