Heilbrigðiseftirlit Vesturlands

 

 

 

 

Fimmtudagur, 11 maí 2023 12:54

Mótorkrossbraut á Breiðinni Snæfellsbæ - Auglýsing

Hér með er auglýst tillaga að starfsleyfi fyrir rekstri  Motorcrossklúbbs Snæfellsbæjar (MXS) á aksturssvæði  fyrir vélknúin ökutæki  sem staðsett er á Breiðinni, utan Ennis,  Snæfellsbæ.

Umsækjandi fyrir hönd Mótorkrossklúbbs Snæfellsbæjar kt: 460401-2910, er Janus Jónsson. 

Umsókn um endurnýjað starfsleyfi barst Heilbrigðiseftirliti Vesturlands þann 3. febrúar 2023. Núgildandi leyfi  gildir frá 24. maí 2019 til 24. maí 2023. 

Starfsemin er í samræmi við Aðalskipulag Snæfellsbæjar 2015-2031, - merkt íþróttasvæði ÍÞ4 á uppdrætti og er 10.7 hektarar að stærð. 

Starfsleyfi fyrir rekstri akstursvæða  er gefið út skv. lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Tillögu að starfsleyfi fyrir aksturssvæði  ber að auglýsa í 4 vikur á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands skv. ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit. 

Athugasemdir skulu berast á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 8. júní nk.

Hér má sjá tillögu að endurnýjuðu starfsleyfi með starfsleyfisskilyrðum, Starfsleyfisskilyrði Mótorkrossbraut drög

Hér má sjá umsóknina: Mótorkross umsókn og umgengisreglur klúbbsins: umgengisreglur MXS

Read 286 times